18.2.2010 | 14:33
Er sanngjarn að borga lægri vexti?
Það er ekki einungis svo að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd sem nú er í London að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að. Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju.
Stjórnmála menn allra landa róa að því öllum árum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram um réttmæti laga þar sem skuldir einkabanka eru færðar yfir á skattgreiðendur. Það er með ólíkindum að fulltrúar okkar skulu leggjast á þessar árar, eftir allt það tjón sem þeir hafa valdið. Hefðu almennir borgarar valdið svo mikið sem broti úr prómilli af því tjóni sem stjórnmálamenn hafa valdið þjóðinni væru þeir löngu komnir á bak við lás og slá.
![]() |
Skýrist á næstu klukkustundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.2.2010 | 22:15
Is There Anybody Out There?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2010 | 17:32
Það er ljóst hvar má spara.
Jóhanna segist vera algerlega mótfallinn handstýringu stjórnmálamanna á fjármálakerfinu í samhengi við kröfu almennings að sömu persónur og leikendur verði ekki aðalnúmerin í viðskiptalífinu og voru fyrir hrun. Þetta eru galin ummæli í ljósi þess að í annað sinn á þessum áratug handstýra stjórnmálamenn fjármálakerfinu í hendur hrunaliðsins nú með 240 milljarða meðgjöf frá skattgreiðendum.
Árið 2003 hældu stjórnmálamenn sér af því að hafa selt ríkisbankana á 12-15 milljarða sem nú hefur komið í ljós að voru ekki greiddir og eru skuld sem bíður afskrifta í þrotabúnum. Fjármálaráðherra hældi sér af því í haust að hafa sparað skattgreiðendum stórfé við endurreisn bankanna, það hafi ekki kostað nema um 240 milljarða í stað áætlaðra 370.
![]() |
Reka þarf ríkið á ódýrari hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010 | 13:52
Hvað er að gerast í Írak?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2010 | 09:55
Múslímar norðursins.
Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá erum við komnir í svipaða stöðu og þegnar ríkja sem Ísland hefur hingað til ekki viljað bera sig saman við. Hér býr fólk við verri efnahag en nágranna þjóðirnar, spillt stjórnkerfi og kúgun peningaaflanna. Það leiðir aðeins til eins, fólk leitar betri lífskjara.
![]() |
Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2010 | 17:40
Vel valið, til hamingju Borgfirðingar.
Það má örugglega fullyrða að Bræðslan er framúrskarandi menningarverkefni og vel að Eyrarrósinni kominn. Það þarf bjartsýni og kjark til að framkvæma menningarviðburð á við Bræðsluna. Þarna hafa helstu tónlistamenn landsins komið fram ásamt tónlistamönnum á heimsmælikvarða s.s. Emilíönu Torrini og Belle and Sebastian.
Það er ábyggilega vel þess virði að fara á bræðsluna og heimsækja í leiðinni einn fallegasta stað á Íslandi, Borgarfjörð Eystri.
![]() |
Bræðslan fékk Eyrarrósina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 27.2.2010 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2010 | 12:11
Stöðugleika-bandalagið hugsar á heimsmælikvarða.
Það vita það flestir sem hafa rekið fyrirtæki með launamönnum að hækkun tryggiðgjalds var eitt það versta sem hægt var að gera íslenskum fyrirtækjum og launamönnum í þeirri stöðu sem uppi er. Því var það óskiljanlegt að stöðugleikabandalagið, SA og ASÍ skyldu mæla með þessari leið frekar en auðlindagjaldi til að auka skatttekjur ríkissjóðs.
Atvinnurekendur geta ekki leift sér lengur þann munað að hafa starfsmenn sem ekki eru full not fyrir í augnablikinu. Þetta gerir það að þeir hafa ekki heldur starfsmenn sem þeir vita að ráða við viðfangsefnið þegar þau koma. Því eikur þetta atvinnuleysi auk þess að veikja fyrirtækin.
En Vilhjálmur og Gylfi hugsa á heimsmælikvarða þeir ætla að endurreisa 2007 með glóbal atvinnusköpun sem gæti gert meira en að útrýma 10% atvinnuleysi, þá dreymir um a skapa vinnu fyrir tugi þúsunda erlendra verkamanna á lágum launum.
![]() |
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010 | 10:50
Lendir heimili bankastjóra einhverntíma á uppboði?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
12.2.2010 | 09:20
Staðráðnir í að ljúga skuldum upp á almenning.
Nú á að reyna að friða þjóðin með sparnaði upp á 300 milljarða í vöxtum, það eftir að forsætisráðherra gaf í skin 100% heimtur upp í icesave og fjármálaráðherra taldi að ekki myndi falla meira á skattgreiðendur en í mesta lagi 100 - 200 millj. vegna vaxta. Grundvallaratriðið í þessari samningalotu á ekkert að breytast, þjóðin á að bera ábyrgð á skuld sem er ekki hennar, gulrótin á að vera lægri vextir.
Stjórnmálamenn margra landa leggja nú nótt við dag að finna grundvöll til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave. Staðreyndin er að þeim hugnast ekki að almenningur hafi eitthvað um það að segja hvort skuldum gjaldþrota banka verði helt yfir skattgreiðendur. Ógninni af þjóðaratkvæðagreiðslu vegna icesave eru stjórnmálamenn víða um heim farnir að átta sig á og eru þess vegna viljugri en áður að aðstoða íslensk stjórnvöld við að ljúga icesave skuldinni upp á þjóðina. Því miður hefur Alþingi Íslendinga nú þegar í tvígang samþykkt ábyrgð almennings á gjaldþrota einkabanka í óþökk þjóðarinnar.
Aðferðafræði stjórnmálamanna við að koma icesave á þjóðina er sviksamleg. Sem dæmi þá hef ég undanfarið eitt og hálft ár verið að glíma við skuld sem búin var til á mitt litla fyrirtæki með vafasömum hætti. Eitt þeirra fyrirtækja sem ég skipti við varð gjaldþrota. Ég hafði alltaf greitt reikninga þess fyrir eindaga. Áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot höfðu útistandandi kröfur verið færðar inn í fyrirtæki með aðra kennitölu, þannig að síðustu greiðslur mínar lentu inn í hinu gjaldþrota fyrirtæki sem ég hef þá verið skuldlaus við eins og vera bar, eða þá sem einnig gæti verið að ég hafi ofgreitt inn í þrotabú.
En sama krafa var orðin til inn í öðru fyrirtækinu, ekki er þetta sagan öll, heldur var þessi skuld færð enn einu sinni á nýja kennitölu við nýtt gjaldþrot. Til að gera langa sögu stutta stundaði eigandi þessara fyrirtækja kennitöluflakk með tilheyrandi raðgjaldþrotum. Síðan hef ég þurft að verja fyrirtæki mitt fyrir lögmönnum sem hafa með hörku reynt að innheimta upplogna kröfu. Þarna hafa komið til lögmenn þessa ósvífna siðleysingja sem keyrði útistandandi kröfur sinna fyrirtækja í eigin vasa við hvert gjaldþrot fyrirtækja sinna og svo lögmenn þrotabúanna sem orðin eru þrjú.
Harka lögmannanna, sem ég gruna um að vera félagar viðskiptasiðleysingjans, við að innheimtu áður en gjaldþrot nr. 3 reið yfir gekk svo langt að mér var stefnd fyrir dóm. Þegar málið var dómtekið óskaði lögmaður minn eftir að gögn um tilurð skuldarinnar yrðu lögð fram þau gögn voru ekki tiltæk. Enda hafði ég ekki getað fengið reikninga né fylgibréf sem sýndu fram á þessa skuld þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um, aðeins stöðulista kennitöluflakkarans. Málinu var vísað frá nokkrum dögum seinna var fyrirtæki nr.3 úrskurðað gjaldþrota.
Núna er þessi skáldaða krafa kominn á endastöð þ.e. í þrotabú nr. 3 síðasta þrotabúið samkvæmt minni vitneskju. Það sem ég gerði mér ekki grein fyrir var að þrotabú fyrirtækis nr. 3 færi með kröfuna aftur fyrir dóm þremur mánuðum eftir að málið var fyrst dómtekið, án minnar vitundar og þar var fyrirtæki mitt dæmt til að borga umrædda skuld. Núna ári seinna fékk ég upphringingu frá lögmanni þrotabúsins sem býður mér 50% afslátt á málskostnaði og vöxtum greiði ég skuldina án tafar. Mér varð á að segja að þetta væri kosta boð, eini gallinn væri að skuldin væri hreinn skáldskapur og höfuðstóllinn því allan tímann núll.
Ég afþakkaði boðið og benti lögmanninum á að hann væri með dóm frá dómstóli bananalýðveldis þar sem þegnarnir væru dæmdir til skuldaánauðar af þeim fjarstöddum. Hefði ég kannski átt að taka þessu kosta boði um 50% aflátt af vöxtum og taka af mjólkurpeningunum til þess að greiða skuldina?
![]() |
Bað RÚV að birta ekki fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2010 | 10:39
Enn einu sinn er strúturinn tekinn.
Reikningskúnstir lífeyrissjóðanna eru með eindæmum. Hafi einhverntíma verið hægt að segja að tekin væri strúturinn á viðfangsefnið þá á það við um þá. Ásamt því að ganga fremstir í flokki í eignaupptöku hjá almenningi í gegnum verðtryggingun þá viðgengst það ennþá einu og hálfu ári eftir hrun að launþegar eru skildaðir með lögum að láta 12% launa sinna renna inn í svika milluna.
Lífeyrissjóðirnir hafa enga grein gert fyrir því hvaða eignir eru enn til staðar í þeirra sjóðum. Sjóðfélagar vita það samkvæmt fréttum að eign þeirra í bönkunum brann upp, ásamt eignum í Baugi, Stoðum, Samson, osfv, osfv. Exista er eitt þeirra félaga sem lífeyrissjóðirnir hafa verið tregir að afskrifa eign sína í og hefur í því sambandi verið hægt að fylgjast með ævintýralegum björgunaraðgerðum þeirra Bakkabræðara við að bera sólskinið inn í myrkrið. Með vafasamri greiðslu áætlun á skuldum Exista í gegnum Bakkavör gegn því að þeir bræður haldi fyrirtækinu.
Bakkavör group skuldar lánardrottnum um 62,5 milljarða króna. Íslenskir lífeyrissjóðir eru þar fremstir í flokki. Þeir ætla að greiða þetta á 4 1/2 ári sem gera 1,16 Milljarð á mánuði plús vextir. Hefur félagið einhvern tíma skilað viðlíka hagnaði? Nauðasamningar gera það að verkum að Íslenskir lífeyrissjóðir geta bókað vonlausar kröfur sínar sem eign næstu árin. Stjórnendur sjóðanna halda andlitinu tímabundið á kostnað sjóðsfélaga og ekki fæst uppgefið í hvað þessi gegndarlausa skuldsetning 62.500 milljónir raunverulega fóru í.
Þeir ætla að greiða þetta á 4 1/2 ári sem gera 1,16 Milljarð á mánuði plús vextir. Það þarf fábjána til að trúa á svona greiðslugetu hjá gjaldþrota kompaníi.
Þetta lýsir því vel hversu ósvífnir stjórnendur margra lífeyrissjóðanna eru. Launafólk ætti að vera fyrir löngu búið að setja fram þá kröfu að 12% skylduframlag þeirra af launum til lífeyrissjóða verði afnumið, í það minnsta þangað til að sjóðirnir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og losað sig við hrunaliðið. Það er kominn tími til að þeir fjölmiðlar sem birta svona fréttatilkynningar, sem með á hógværasta hátt er hægt að kalla lygi, en eru í raun tilraun til áframhaldandi fjársvika, upplýsi hvað raunverulega liggur að baki.
Vil benda á síðuna hans Ragnars Þors Ingólfssonar en hann er hafsjór af fróðleik um eyðimerkur lífeyrissjóðanna þar sem strútarnir standa með hausinn á kaf í sandinum.
![]() |
Eiga 1.794 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)