Popúlismi sjálftökunnar

Nú stendur yfir leiftursókn þjóðkjörinna fulltrúar á alþingi gegn almenningi, gengur undir nafninu 3.orkupakkinn með "fyrirvara". Þar stendur til að markaðsvæða raforku til þjóðar sem á hana. Þar er þrástagast á því að ekkert breytist á meðan ekki er lagður strengur frá landinu til annarra landa, ákvörðunin um það verði áfram í höndum alþingis. Eins og orðum þeirra sem hafa "kjararáðssópað" ofan í eigin vasa með orðhengilshætti og útúrsnúningum sé treystandi.

Fyrir nokkrum árum bjó ég í Noregi, en þar er raforkukerfið tengt Evrópu. Þar kom fyrir 30% hækkun á rafmagni við það eitt að hitastigið úti fór niður fyrir frostmark í nokkra daga. Jafnvel þó svo að í Noregi sé framleidd meiri raforku en Norskur almenningur getur torgað. Kvörtunum var svarað með; markaðurinn ræður og hann er ekki bara í Noregi.

Í fimmta tölulið forsendna reglugerðarinnar um þriðja orkupakkann kemur fram að aðildarríkin geti í raun ekki gert neina fyrirvara eða sett aðrar lagalegar hindranir: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."

Þessi orðanna hljóman er næg ástæða til þess að rétt sé hafna 3.orkupakkanum því að þeir fyrirvarar sem er sagt að eigi að tryggja hagsmuni Íslands koma ekki til með að halda. Ég hvet alla til að fara inn á www.orkanokkar.is þar sem er að finna undirskriftasöfnun þar sem skorað er á alþingismenn að hafna Orkupakka þrjú.


mbl.is Beiti synjunarvaldi gegn orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband