Gálur á glapstigum

Það hefur sjálfsagt farið framhjá fáum að tvær af Davos dúkkulísunum smurðu kyssitauið í upphafi vikunnar og flissuðu sig síðan austur í Kænugarð til að gleðja jaxlinn sem fer með aðalhlutverk í einu spilltasta ríki veraldar.

Á meðan laumaðist Amerískur auðróni öllum að óvörum til að kaupa Skessuhorn á slikk. Sú sem flissar hvað best var reyndar búin að bjánast til að gefa í skin fyrir nokkru, að auðrónar eignuðust tæplega fleiri bújarðir á Íslandi.

Síðan hefur Héðinshöfði verið seldur til útflutnings vegna fádæma góðs kolefnisspors í steypu, og nú bújörðin Horn með skuði og skessu í öllu fæðuörygginu. Ameríkaninn ku víst ætla að reisa risa gistiskýli fyrir auðróna með súpueldhúsi. Spurningin er nú orðin sú hver best býður í Þingvelli.

Í Kænugarði skjölluðu þær stöllur leikarann ástsæla fyrir að verja lýðræðið og talað var um að bjarga honum bæði með vopn og aura, auk þess að endurreisa heilbrigðiskerfið og hefja orkuuppbyggingu á næsta ári, en þangað til flytja særðar lýðræðishetjur af vígvellinum á klakann til aðhlynningar.

Einhverjum kann kannski að finnast þetta full glannalegt hjá gálunum og tími sé komin til að tala við þær með hrútshornum. En sjálfsagt verður ekkert af svoleiðis skessuskap meðan snuðinu er reglulega stungið upp í landann og hann sefaður með loforðum um eina og eina kolefnisfría ferð til Tene.


Bloggfærslur 15. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband