Stolið og skrumskælt

Góðir Íslendingar nú erum við ekki í góðum málum. Viðundrin á Svörtuloftum hafa hækkað flugið einn ganginn enn, og ætla sér nú að ná niður verðbólgunni á heimsvísu eftir að Jón og Gunna eru hætt við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nú gildir sama aðferðafræði og hjá gálunum sem heimsóttu Kænugarð í vikunni sem leið, til ráðfæra sig við stríðsherra um hvernig mætti fjármagna síðustu heimstyrjöldina.

Þegar að tærnar á Jóni og Gunnu á Tene hættu að vera vandamálið blossaði verðbólgan upp á heimsvísu, auk þess sem ríki, sveitafélög og auðrónar landsins hafa neyðast til að fara hamförum við lántökur til að fjármagna allar frábæru hugmyndirnar sínar; -sjálftökuna og arðgreiðslurnar af vísitölu verðbólgunnar. Meir að segja verkalýðsforingjarnir eru að ranka úr rotinu.

Eftir áralanga baráttu við víxlhækkanir verðbólgu og vaxta innanlands hafa Why Iceland viðundrin og flissandi fábjánar nú ákveði að nota afburða þekkingu sína til að bjarga heiminum. Nú mega Jón og Gunna heldur betur bretta niður buxnaskálmarnar, trúa á hamfarahlýnunina og sameinast um að ýta öllum flækingunum upp úr snjósköflunum svo aftur megi koma blóm í haga með betri tíð.

Já nú er Einmánuður gnafinn, stolinn og skrumskældur.

 

Fnæsir nepju úr nösum

næðu um barm og vanga

norðan napuryrði

krepja tár á vanga.

Hleður snjó í hlíðar

skefur skafli í götu,

-mjöll sólar geislum í.

Senn kemur lóa,

sem syngur í móa;

bí bí bí og dýrðin dí.

Vorið kemur víst á ný.


Bloggfærslur 22. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband