Unnið með rassgatinu

Eins og einhverjir hafa væntanlega orðið varir við þá hafa brotist út gríðarleg fagnaðarlæti í landinu í kjölfar undirritunar kjarasamninga. Þeir sem greiða sér verðbólginn arðinn í eigin vasa, hvort sem það er beint eða með kaupaukum, gera nú meira en glotta út í annað.

Jötuliðið kemst frá borðinu með sinn feng, ekki eitt boffs um tugaprósenta hækkanir ríkis og bæja um síðustu áramót. Nú geta mannauðstjórar hinna ýmsu sviða gert sig gildandi með því að láta reyna á reikningskunnáttuna við að svelta skólabörn.

Almennir launþegar duttu svo heldur betur í lukkupottinn fengu rúmlega 3 prósent til fjármagana fagnaðinn. Unga fólkið má nú vænta innan tíðar að hækkanirnar hætti að hækka og afborganir sem hækkuðu á tveim árum úr 250 þúsund í 400 þúsund stöðvist í stöðugleika vaxta til næstu þriggja ára.

Segi svo einhver að gamla góða þjóðarsáttin skili ekki sínu. Já, það má aldeilis segja að sjaldan hafi borgar sig betur að sitja á rassgatinu.


Bloggfærslur 8. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband