Sumarfrķ

Nś er sumariš rśmlega hįlfnaš, en um sķšustu helgi var mišsumar samkvęmt gamla tķmatalinu, žó svo aš sólargangurinn hafi veriš hęstur fyrir rśmum mįnuši. Žetta sumar er žaš fyrsta sem ég tek eiginlegt sumarfrķ um langa hrķš. En hvernig tekur svo mśrari sem alltaf er ķ frķi sumarfrķ? Žaš mį segja aš žaš hafi veriš vandlega skipulagt žvķ fyrir įramót hafši ég oršiš okkur śt um bķl sem vęri hęgt aš notast viš aš komast į fjöll, gamlan Cherokee frį žvķ į sķšustu öld. Žennan bķl hafši ég hugsaš mér aš nota viš aš kanna malar- og sandhauga hįlendisins.

Žaš veršur aš segjast alveg eins og er aš sumarfrķiš hefur veriš eins og ęvintżri ķ barnabók. En žaš hófst į žvķ aš nišurlög drekans voru rįšin į Sólhólnum og žar var fyrstu 10 dögunum variš viš aš fagna gengi landslišsins į EM įsamt drekadrįpinu. Ķ leišinni höfšum viš bķlskśrssölu ķ Salthśsinu og seldum gestum og gangandi dót sem safnast hafši upp ķ gegnum įrin.

IMG_7351

Lagarfljót

Eftir aš 10 daga Sólhólsvist lauk var slappaš af į bökkum Lagarfljótsins, meš tęrnar grafnar ķ fljótsmölina til aš nį jaršsambandi į milli žess sem vašiš var ķ svalandi fljótinu. Ég var heldur jaršbundnari en Matthildur lét mér nęgja aš fylgjast meš dśnhvķtum skżjunum svķfa į himninum yfir fljótinu į mešan hśn prjónaši blįar lopapeysur.

Eftir dvöl į bökkum heilsulindarinnar var komiš aš žvķ aš taka okkar fjallabķl til kostana og fara bęjarleiš sem endaši ķ nęsta sveitarfélag og žį óvęnt viš messu į Klyppstaš ķ Lošmundarfirši. En žegar viš ętlušum aš kķkja inn fyrir kirkjudyrnar žar til aš lķta helgina augum žį var fyrrum lęrimeistari Hermann Eirķksson sem hringjari og ekki var viš annaš komandi en okkur yrši trošiš inn ķ yfirfulla kirkjuna. Žetta endaši į žvķ aš viš Matthildur sįtum į milli prestanna upp viš altariš og snérum aš kirkjugestum. Prestarnir voru tveir sem messušu žęr sr. Sigrķšur Rśn Tryggvadóttir og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir en sr. Davķš Žór Jónsson radķusbróšir sem var kirkjugestur fékk einnig sęti meš okkur Matthildi viš altariš. 

IMG 8012

Dimmugljśfur

Séra Sigrķšur Rśn prédikaši og lagši śt frį fjallręšunni, um žaš hvernig varast skyldi farķsea og fręšimenn sem vęru saušir ķ ślfsgęrum, enda kannski ekki nema von svona rétt į eftir hryšjuverkiš ķ Nice. Hśn kom sķšan inn į aš ekkert vęri sjįlfgefiš meš aš menn slyppu viš heimsendinn žvķ vķsindamenn vęru komnir į slóš óendanleikans um žaš hvernig okkar tķmar kynnu aš lķša undir lok į hraša ljóssins. Žeir hefšu fundiš žessa slóš žegar žeir įttušu sig į aš ljósiš fęri hrašar en hljóšiš meš žvķ aš hlusta eftir žrumunni sem heyršist į eftir aš eldingin birtist. Meš žessa vitneskju aš leišarljósi hyggšust žeir bjarga heiminum og komast aftur fyrir upphafiš į hljóšinu og į hraša ljóssins fram fyrir óendanleikann.

Spurningin vęri samt sś hvort tķminn hęgši žį ekki žaš mikiš į sér aš hann stęši aš lokum kyrr svo allt yrši dimmt og hljótt og tķminn jafnvel bśin sem vęri žį kannski bara heimsendir. Litli drengurinn hennar sr. Sigrķšar, sem var fariš aš leišast žar sem hann sat meš pabba sķnum og eldri bróšir į fremsta bekk, hékk į haus į milli fóta föšur sķns. Į hvolfi horfši hann upp ķ prédikunarstólinn į móšur sķna og rétt nįši aš segja; „en mamma“ įšur en pabbi hans dreif sig meš hann śt śr kirkjunni svo ekki yrši frekari truflun į heimsenda hugleišingunni.

Žeir voru fleiri fešurnir sem žurftu aš fara śt meš óžreyjufull börnin śr įrlegri messunni į Klyppstaš žetta sumariš. Um mišja messu var ég farin aš ókyrrast og hugleiša hvaš žaš vęri gott aš hafa börn ķ sinni umsjį ķ kirkju, en tók svo eldsnöggt žį įkvöršun aš fara śt meš barniš ķ sjįlfum mér žó svo aš ég žyrfti aš žramma kirkjuna endilanga. Mér er ekki örgrannt um aš orš žjóšskįldsins gętu įtt viš žessa brottför barnanna śr Klyppstašarkirkju "Į flótta undan framtķšinni sem fętur toga burt eitthvaš til baka, aftur fyrir upphafiš af tżndum tķma er af nęgu aš taka".

IMG_7785

Ķ Grįgęsadal

Žegar śt var komiš varš mér litiš śt ķ Stakkahlķš en žar eru mikilfenglegir haugskślptśrar sem sagan segir aš fyrsti landnįmsmašurinn eigi heišurinn af, en hann staldraši stutt viš ķ firšinum žvķ hann taldi hann meš öllu óbyggilegan. Sagan segir aš žegar Lošmundur réri śt fjöršinn ķ hinsta sinn hafi hann lagst nišur og bešiš menn sķna um aš ónįša sig ekki. Nokkru seinna heyršist gnżr ķ fjarska og sįu menn žį aš mikil skriša hljóp śr fjalli fyrir ofan bę hans og eyddi honum. Eftir žaš męlti Lošmundur žau orš aš ekkert žaš skip sem myndi róa śt žennan fjörš eftir žetta myndi koma heilt aftur.

Munnmęli herma aš bęr Lošmundar hafi oršiš undir Stakkahlķšarhrauni, sem öšru nafni nefnast Lošmundarskrišur og žykja stórmerkilegt nįttśrufyrirbęri. Żmsir fręšingar hafa skošaš skrišurnar og telja vķsindamenn žęr 3-4000 įra gamlar eša jafnvel yngri svo sérkennilegt sem žaš kann aš hljóma. Svo undarlegt sem žaš er žį mį segja aš Lošmundur hafi fyrir löngu leist gįtu vķsindamannanna um žaš hvernig hęgt er aš komast aftur fyrir upphafiš og fram fyrir óendanleikann įn žess aš tķminn žvęlist fyrir heimsendanum, en Lošmundarfjöršur hefur nś veriš ķ eiši um langa hrķš.

IMG_7686

Į botni Jöklu viš Kįrahnjśkastķflu

Eftir Lošmundarfjaršarferšina flaug tķminn meš okkur Matthildi ķ okkar fjallabķl į bak viš Snęfelliš og alveg innundir Vatnajökul, žar sem viš hittum Gošann ķ Grįgęsadal sem hafši flaggaš ķ hįlfa stöng ķ tilefni dagsins, en žann 19. jślķ įriš 2002 undirritušu stjórnvöld viljayfirlżsingu, žar sem ljóst varš aš Kįrahnśkavirkjun yrši aš veruleika. Viš gengum ķ kapellu ķ Grįgęsadal og bįšum fyrir landinu įsamt verndara hįlendisins honum Völundi fręnda mķnum og fyrr um lęrimeistara, eftir aš hafa skošaš blómagarš hans į öręfum. Ķ leišinni höfšum viš hitt vinnufélaga mķna sem voru viš steypuvišgeršir undir Kįrahnjśkastķflu og feršast meš žeim um jaršgöng nišur į botn hinnar fornu Jöklu. 

Nęstu dagar voru notašir ķ aš žvęlast um fjöll og heišar mešfram Jöklu. Jökuldalsheišin keyrš upp ķ Kįrahnjśka meš śtśrdśr ķ Žrķhyrningavatn žar sem Jóhann Stefįnsson eša Jói snikk, annar 85 įra gamall nįgranni minn af Hęšinni var heimsóttur. Ķ gegnum hugann lęddist sś hugsun aš žaš vęri munur aš komast į nķręšisaldur žvķ žį gęti mašur dvališ einn og óįreittur lengst upp į öręfum. Žessi ferš var meš viškomu ķ Hafrahvömmum nešan viš Dimmugljśfur en žau höfšum viš skošaš nešan frį žegar viš komumst į botn Jöklu viš Kįrahnjśkastķflu, en žašan keyršum viš nišur Vašbrekkuhįls fyrir mistök og śt allan Jökuldal, fyrir vikiš sįum viš Hafrahvamma nś Jöklulausa frį bįšum bökkum en misstum af Hrafnkelsdal. Einnig var fariš upp ķ Hellisheiši og žašan keyrt upp Hrólfshraun į Skinnagilshnjśk til aš horfa yfir Hérašsflóann žar sem ósar Lagarfljóts og Jöklu męta Atlandshafinu.

IMG_7916

Hérašsflói, ós Lagarfljóts og Jöklu fyrir mišri mynd t.v.

Aš loknu žvķ sem nęst mįnašar sumarfrķi hefur hin horfna Jökla veriš könnuš frį jökli aš ósi įn žess aš nokkrar įętlanir hafi veriš uppi um slķkt ķ upphafi, og er žvķ nś komiš fyrir mér eins og lesblinda prófessornum sem komst ekki nema rétt yfir ķ nęstu sveit ķ sumarfrķinu sķnu žvķ hann kunni ekki aš lesa į vegvķsana. En allt kemur til žess sem heima situr žvķ systkini mķn og fręndfólk hitti ég hér į bökkum stórfljótanna sem ég annars hefši oršiš aš hitta meš žvķ aš gera mér ferš į EM ķ Frakklandi. Stundum er žvķ betra aš sleppa žvķ aš lesa leišbeiningarnar žó svo aš žaš kunni aš kosta žaš aš brenna kertiš bįšu megin.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband