Eyktir, dúsín og eilífđin

IMG_7006

Sagt er ađ eykt sé orđ sem notađ er yfir ţađ sem er ca 3 tímar, eyktir dagsins eru ţví fjórar og svo á nóttin jafnmargar eyktir. Sólarhringurinn er svo tvö dúsín klukkutíma (2X12). Allt áriđ er fjórar eyktir međ eitt dúsín(tylft) mánađa. Ţađ skiptist í ţriggja mánađa tímabil, frá vetrarsólstöđum ađ vorjafndćgrum; vorjafndćgrum ađ sumarsólstöđum o.s.f.v.. Mađurinn á meira ađ segja sína eykt; huga, líkama og sál. Eilíf hringrás tímans gengur upp í eyktum og dúsínum (tylftum / dozenal). En viđ teljum samt, og reiknum á okkar tíu fingrum, í tugum, decimal.

Mannsćvina mćlum viđ línulega frá vöggu til grafar, og höldum upp á áfanga hennar í tugum s.s. um fertugt, fimmtugt o.s.f.v.. Vísindin hafa gert mannsćvina línulega međ upphafi og enda, sem tilheyrir ţar af leiđandi ekki hringrásinni. Ţađ má jafnvel ímynda sér ađ ađ mannsćvin sé gerđ upp í tíundum međ ţví ađ ákveđa ađ ekki sé hćgt ađ telja nema á tíu fingrum. Sumir hafi samt sem áđur alltaf vitađ lengra nefi sínu, ađ tíundin er fyrir aurinn og ţví dýpra sem henni er fyrirkomiđ í hugarheimi mannfólksins, ţeim mun tryggari verđur neytandinn á línunni.

Forn tímatöl ganga upp í dúsínum, samkvćmt hringrás sólar, líkt og ţađ íslenska gerđi og notađ var um aldir. Vagga vestrćnnar menningar í Róm, reyndi jafnvel ađ láta áriđ ganga upp á tíund eđa desimalt. Ţađ má enn sjá á ţví ađ síđasti mánuđur ársins er desember, en des er tíu á latínu, nov er níu, okt er átta. Síđar ţegar tíundin reyndist engan veginn ganga upp á ársgrundvelli var júlí og ágúst bćtt inn, sem eru nefndir eftir keisurunum Júlíusi og Ágústusi. Allt ţetta brambolt Rómarvaldsins leiddi til flćkjustigs sem tók margar aldir ađ reikna sig frá svo áriđ gengi upp í sólarganginn, ţess vegna var íslenska tímataliđ notađ af almenningi fram á 20. öldina, eđa ţar til búiđ var ađ skóla íslendinga nćgilega í neyslunni ţannig ađ eilíf hringrás sólarinnar hćtti ađ skipta öllu máli.

Nú á dögum er notast viđ rómverskt tímatal, ţađ Gregoríska, sem er fyrst og fremst viđskiptalegs eđlis. ţađ tók viđ af öđru rómversku tímatali, til ađ leiđrétta meinlega villu á ársgrundvelli, sem var farin ađ ćpa á almenning um 1600. Ennţá er ţađ svo ađ forn tímatöl ganga betur upp í gang eilífđarinnar en nútímans neytendavćna dagatal, sem viđ trúmum ađ sé hiđ eina sanna. Ţađ má m.a. sjá á ţví ađ ţađ gamla íslenska var međ mánađarmót í grennd viđ helstu viđburđi sólarinnar s.s. sólstöđur og jafndćgur, sama á viđ stjörnumerkin ţau skiptast samkvćmt sömu reglu.

Ţađ má ţví segja ađ vísindalega höfum viđ gert mannsćvina ađ línulegri tíund decimal á međan viđ vitum innst inni ađ alheimurinn gengur dozenal í hinni eilífu hringrás eyktarinnar. Og ađeins trúin (sem vísindin efast hvađ mest um) leyfir okkur ţann munađ ađ verđa eilíf eins og alheimurinn sem okkur umlýkur.

Undanfarin ár hefur mátt finna hugleiđingar hér á síđunni tengt tölum og tímatali. Hvernig mćlikvarđar reiknikúnstanna stjórna okkar daglega lífi og ţví sem viđ teljum vera rétt. Í vetur hef ég svo dundađ mér meira viđ ađ mála myndir en brjóta heilann í textagerđ og ţar á međal mála ţessar fornu mćlieiningar á eyktarskífu. Ţađ er oft undarlegt hvađ kemur í ljós ţegar hugarheimi er rađađ í mynd, fremur en rökfrćđilegan texta. Ţá kemur m.a. berlega í ljós ađ mađurinn er jafn langlífur og eilífđin,,,, nema hann kjósi annađ.

IMG_6999


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband