Að falla fyrir frösum

Það þurfa einhverjir að keyra skriðdrekana; sagði ég við Pólskan vinnufélaga í vikunni. En við höfum ekki verið sammála um hvað sé rétt að gera í Úkraínu stríðinu. Ég vil ekki gera neitt, en hann sýndi mér myndir í símanum sínum þar sem hann stendur keikur í byssuturninum á prjónandi á T-72 skriðdreka þegar hann var í Pólska hernum og segir; -þú veist ekkert kúturinn minn þú hefur aldrei verið þarna.

Engan þarf að undra þó samræður séu viðsjárverðar í steypunni þessa dagana þegar hver dagur byrjar á fréttum um að Rússar hafi sprengt upp leikskóla og enda að kvöldi á að Zelensky hafi ávarpað Bandaríkjaþing og beðið um meiri vopn í nafni Úkraínu og frelsisins. Næsta morgunn hafa Rússar bætt um betur og sprengt upp barnaspítala og Zelensky ávarpar Breska þingið í hádeginu og biður um meiri vopn í nafni þjóðarinnar. Daginn eftir er vaknað við að Rússar hafa sprengt upp leikhús og leikarinn Zelensky ávarpar heimsbyggðina og biður um meiri vopn til bjargar siðmenningunni.

En hvað myndir þú þá gera Maggi minn ef það kæmi bara einhver útlenskur Kínverji og miðaði byssu á hausinn þinn heima hjá þér og segði þér að koma þér út úr húsinu þínu hann ætti það núna? -Ekkert, halda friðinn, svaraði ég; -kannski koma mér út áður en hann skyti af mér hausinn. -Og hvað svo? sagði félagi minn; -ætli þú myndir ekki sækja byssu og koma aftur til að skjóta hann til að ná húsinu þínu?

Það gerum við Íslendingar aldrei eins og þú veist; sagði ég, -þú manst eftir hinu svo kallaða hruni 2008 þá komu bankamenn og sögðu mörgum að koma sér út úr húsinu sínu af því að bankinn ætti það núna, ég hef ekki heyrt um neinn bankamann sem hefur verið skotinn. Keyptir þú ekki eitt af þessum húsum á góðu verði?

Jú en það var af manninum bankanum; sagði félagi minn særður eftir skotið. -Já einmitt; sagði ég, -eins og ég sagði það þurfa einhverjir að keyra skriðdrekana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætli Magnús Sigurðsson yrði nú ekki snöggur að hringja á lögregluna ef undirritaður myndi brjótast inn í íbúð karlsins, bryti þar allt og bramlaði og krefðist þess í þokkabót að karlinn afhenti honum íbúðina fyrir ekki neitt. cool

Undirritaður man ekki betur en að mörlenska lögreglan hefði í fyrra skotið og næstum drepið karl nokkurn, væntanlega vinstri grænan friðarsinna, sem tók upp á því að brjótast inn og skjóta á hús og fólk á Egilsstöðum, nágranna Magnúsar.

En eins og allir vita eru Mörlendingar vopnlaus þjóð. cool

"Byssur í eigu Íslendinga nægja til að vopna alla íbúa Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist, að sögn lögreglu.

Íslendingar eiga um fimmtíu þúsund byssur en það samsvarar því að sex einstaklingar séu um hvert skotvopn.

Íslendingar eiga hartnær þrjátíu og eitt þúsund haglabyssur. Rifflar í eigu Íslendinga eru nálega 17 þúsund og skammbyssur eru um fjórtán hundruð talsins hér á landi." cool

Um fimmtíu þúsund byssur í landinu

Og ætli vinstri grænu stelpurnar yrðu nú ekki snöggar að hringja á lögregluna ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að nauðga þeim.


Þar að auki voru mörlenskir bankamenn dæmdir í fangelsi eftir Hrunið hér á Klakanum haustið 2008. cool

Samkvæmt Sambandslagasamningi Íslands og Danmerkur frá árinu 1918 var Ísland opinberlega hlutlaust ríki í seinni heimsstyrjöldinni, sem kom þó ekki í veg fyrir að Þjóðverjar sökktu íslenskum skipum, enda sigldu mörg þeirra með fisk til Bretlands.

Hlutfallslega svipaður fjöldi Mörlendinga og Norðmanna dó vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Ráðist var inn í bæði Ísland og Noreg og ríkin hersetin, Noregur af Þjóðverjum og Ísland af Bretum, þannig að hlutleysið hafði þar ekkert að segja. cool

Ísland og Noregur voru svo stofnríki NATO árið 1949 og að sjálfsögðu er ekkert ríki í NATO hlutlaust ríki.

Í Eistlandi er fólk af rússneskum ættum um 24% íbúanna en árið 2001 voru þeir um 17% þeirra sem þá bjuggu í Úkraínu.

Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, eru nú öll í NATO og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO, sem er miklu meira herveldi en Rússland.

Og friðarsinninn Katrín Jakobsdóttir tekur sig vel út á NATO-fundum í rauðum skóm. cool

Hversu margir Íslendingar dóu vegna seinni heimsstyrjaldarinnar? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 26.3.2022 kl. 10:24

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Steini, og þakka þér fyrir þetta þras. Þú þyrftir að komst í steypuna.

Íslendingar eru afkomendur víkinga og hjá þeim skipti blóðhefndin öllu máli, en ekki smámunir og tittlingaskítur.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2022 kl. 11:39

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill og gott ef ekki leyndist smá speki í honum sem eins og við var að búast náði Steini Briem engu sem í honum stóð........

Jóhann Elíasson, 26.3.2022 kl. 14:36

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Jóhann. Þegar Steini sér ástæðu til spekileka þá er ekki víst að pistillinn sé svo galinn.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2022 kl. 16:30

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Speki já Jóhann og nákvæmlega eins og það birtist í fréttum.Hvers vegna hlusta menn á viðtöl á Sögu,nema til að eyða þeirri staðhæfingu að Rússar miði sérstaklega á þá veikburða;mér létti eftir viðtal Jonasar sem býr þar og minnist sagna frá Israel. -- Eins og við her sem eigum að hafa það svo gott getum meira en skrimtað og ánægð með það.En óskir um framlag til fjölskyldu barna settimig klumsa frekar legði ég aleiguna til ess að bjarga börnum í mannsali.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2022 kl. 23:13

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Helga, eins og kemur inn á þá er leikrit í gangi hjá glóbal fjölmiðlum og fólk skildi ekki gefa sér það að Pútín sé ekki partur af prógrammi glóbalsins.

Magnús Sigurðsson, 27.3.2022 kl. 05:54

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Góð hugleiðing hjá þér. Hef oft hugsað eitthvað þessu líkt. 

Gísli Ingvarsson, 28.3.2022 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband