Tími og peningar

Hvað er það sem fær fólk til að lesa bloggpistil? Eins og með flesta texta eru það líklega fyrirsagnir. Það sem er efst á baugi gefst vel í fyrirsagnir eða formála. Nú um stundir virðist það vera Rússar, Úkraína, Pútín og Selinskí. Fréttatengd blogg eru einnig vel til fallin að lesendur eiga auðveldara með að komast inn í hugrenningar bloggarans.

Þessar síðu ritstýrir sérvitringur sem hefur ekki mikinn áhuga á heimsmálunum, -forðast fréttir fjölmiðlanna og horfir ekki á sjónvarp. Í sem stystu máli má segja að þetta sé vegna þess að á heimsmálunum eru oftast fleiri en tvær hliðar og lítil áhrif hægt að hafa á lygina. Málefni einstaklingsins á sinni sérvitru gönguför skipta síðuhafa meira máli.

Þess vegna eru flest bloggin hérna um eigin sérvisku. Stundum gríp ég þó til þess að ausa úr skálum reiði minnar og gefa gildisdóma úr vogaskálum visku minnar um menn og málefni í fréttum, og þá aðallega vegna þarfarinnar fyrir að láta ljós mitt skína.

Hér á blogginu held ég úti annarri síðu með þeim hjartans málum sem mér finnst skipta meira máli en dægurþras medíunnar. Þar læt ég aðra um það að fara með spekina, en reyni að koma því á framfæri að það sé svo skrýtið að eftir því sem fólk ráði meira sínum hugsunum hafi það meiri tíma og þurfi minni pening.

Efnishyggja og glötun sálar lesa meira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu mínar bestu þakkir fyrir öll þín þörfu bloggskrif,

hvort heldur sem er undir nafni þínu,

Magnús Sigurðsson, eða sem Mason.

Hef alltaf ánægju af að lesa þín skrif.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.5.2022 kl. 13:41

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Pétur Örn, það er ómetanlegt að vita af því að einhver les pistlana. Það gerir að maður setur þá saman og í loftið, annars yrðu þeir lítið annað en minnispunktar á víð og dreif í tölvunni.

Ég mátti til að vekja athygli á því hvers ég varð áskynja á íslensku við að lesa pistil Kingsley L Dennis - Thei Loss of Soul. Mér fannst færri en hann átti skilið gera sér erindi inn á Mason á meðan hann var sýnilegur á blogginu.

Það orðið eins og að orðið sál hafi fælingar mátt ef það kemur fyrir á prenti. þannig að ég mátti til með beita smá agni með því að minnast á Rússa, Úkraínu, Selinski og Pútín í inngangi, en sleppti covid enda er það úti nú um stundir.

Magnús Sigurðsson, 20.5.2022 kl. 19:20

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það eru bara kjánar sem lesa blogg. Ég neyði sjálfan mig til að villulesa mitt eigið en ég forða mér svo strax að spennulosun lokinni.

Guðjón E. Hreinberg, 21.5.2022 kl. 00:33

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Æi, ég meinti svörtu athugasemdina öðruvísi en hún hljómar, svo ég bæti við: Ég vil frekar vera kjáni í bloggheimum en Gáfnaljós í fjölmiðlaheimum.

Guðjón E. Hreinberg, 21.5.2022 kl. 00:49

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir svarta athugasemd Guðjón. Stundum dettur manni í hug að það séu til fleiri kjánar en maður sjálfur, þegar maður er búin að hnoða saman hugrenningum sínum í texta sem er kannski fyrst og fremst settur saman til að koma reiðu á eigin hugsanir.

Mér hefur þótt bloggið hjá þér magnað, þó svo að það sé kannski kjánalegt að segja það, en þá hefur það kveikt á perunni hvað eftir annað með það að heimurinn er ekki einhamur og oft alls ekki eins og median vill vera láta. 

Þesskonar margbreytileka heimsins sér maður helst úti í náttúrunni, alveg laus undan áreiti medíunnar, því má kannski segja sem svo að bloggin þín séu náttúrurtalent.

Annars hef ég svolitlar áhyggjur af sérviskunni, hún virðist fyrst og fremst þrífast hérna á Mogga blogginu og þar gæti hver farið að verða síðasti Oddverjinn.

Magnús Sigurðsson, 21.5.2022 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband