Stöðvarfjörður.

IMG 6687 

Stöðvarfjörður er sennilega einn af þeim stöðum sem margir Íslendingar eiga eftir að uppgötva.  Það vita það sennilega fáir að á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn í heiminum í einkaeigu.  Safnið er heimsótt af 20 - 30 þúsund ferðamönnum árlega og eru erlendir ferðamenn þar í meirihluta.  Það var Stöðfirðingurinn  Petra Sveinsdótti sem hefur varði ævinni í að safna steinum sem á heiðurinn að þessu safni.  Í safninu, sem er á heimili Petru er merkilegri ævi hennar gerð skil auk þess sem risastór garðurinn sem nær langt uppfyrir húsið er með fegurri lystigörðum.  Það eru afkomendur Petru sem sem sjá um safnið.

Í nágrenni Stöðvarfjarðar eru margir áhugaverðir staðir s.s. Hafnarnes sem er eyðibyggð sem taldi á annað hundrað íbúa þegar best lét á fyrrihluta 20. aldar.  Þar má skoða margar rústir auk Franska spítalans sem áður stóð á Fáskrúðsfirði.  Eins er Kambanes, sem er við mynni Stöðvarfjarðar að sunnanverðu, áhugavert til gönguferða vegna einstaklegra fagurrar náttúru.  Lönd og Saxa sem eru við austanverðan fjörðinn eru ekki síður áhugaverðir staðir.

Síðustu þrjú árin hefur Stöðvarfjörður skipað stórann sess í mínu lífi.  Vorið 2006 keyptum við félagi minn húsið Sólhól á Stöðvarfirði til að gera úr því orlofshús og hófum á því endurbætur sem lauk vorið 2008.  Síðan þá höfum boðið húsið til útleigu fyrir ferðamenn.  Kennarasamband Íslands var með það til leigu í 8 vikur sumarið 2008 og hefur það í 10 vikur þetta sumar.  Þar fyrir utan hafa margir innlendir og erlendir ferðamenn nýtt sér það til dvalar í annan tíma. 

 

Auk þess að festa kaup á Sólhól, keyptum við aflagt fiskvinnsluhús (Salthúsið) vorið 2007 sem við höfum leigt sem geymsluhúsnæði á vetrum fyrir hjólhýsi, húsbíla fellihýsi o.þ.h..  Núna hefur það í fyrsta skipti hlutverk, síðan þar var fiskvinnsla, yfir sumartímann.  Þar er nú handverksmarkaður, ljósmyndasýning frá fiskvinnslu á Stöðvarfirði auk þess sem þar er varpað á veggi videoi frá veiðum og vinnslu.  Einnig stendur til að glæða húsið enn frekara lífi með hinum ýmsu uppákomum í sumar.  Salthúsið og markaðurinn er opin á mill 10:00 - 16:00 alla daga til 23. ágúst.

Það er því orðið mér talsvert kappsmál að kynna Stöðvarfjörð.  Þó að ég hafi búið í nágrenni Stöðvarfjarðar mest allt mitt líf , þ.e. á Egilsstöðum og Djúpavogi, og vitað af töfrum hans kom það mér skemmtilega á óvart hvað hann hefur upp á mikið meira að bjóða en ég hafði þegar uppgötvað.  Ég vil því skora á þá sem leið eiga um Austurland að gera Stöðvarfirði góð skil, þeim tíma sem í það er varið er upplifunarinnar ríkulega virði.

http://www.solholl.com/

Hérna á síðunni má einnig finna myndaalbúmið Stöðvarfjörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mun örugglega skreppa þangað í sumar.

(IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kom oft við þarna í gamla daga þegar ég var í siglingunum - fyrsta skikpti keyrandi þarna í gegn fyrir ca 15 árum en stefni austur þetta sumarið, á kunningja góðan sem býr á "Fáanum" sem mig langar mikið að heimsækja sem og að skoða mig um á fjörðunum

Jón Snæbjörnsson, 15.6.2009 kl. 09:22

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með heimsókn á Stöðvarfjörð, verið velkomin.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Stöddin er og hefur verið einn aðalstaðurinn á Austfjörðum. Ekki bara vegna landslagsins heldur líka vegna fólksins sem þar býr.

Haraldur Bjarnason, 15.6.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hárrétt Halli, ekki má gleyma góðu fólki.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband