Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að vera með bláar myndir frá Harstad þriðja sunnudagskvöldið í röð, en þar sem þetta er síðasta sunnudagskvöld vetrarins þá ætla ég að setja það sem ég sá á milli éljanna í vetur hérna á síðuna í kvöld.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2012 kl. 20:11

2 identicon

Magnús þegar að svona myndir eru teknar þá er víst betra að hafa augun með sér eins og sagt var einhverntíma..

Stórkostlega fallegar og mig er farið að gruna að Noregur sé að verða langt kominn með að ná þér á sitt vald....

Sólrún (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 21:21

3 identicon

Nothing more to say I think :)

http://www.youtube.com/watch?v=3HqEOSTdCbg&feature=context&context=G2f4a1c0RVAAAAAAAAAw

Sólrún (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 14:03

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nothing more to say Sólrún, Mooji er með þetta.  Það er svolítið merkilegt að þú skulir hafa sett þettna hérna inn í dag, ég rakst nefnilega á fyrirlestur hjá manneskju í gær sem ég hlustaði svo á í gærkveldi sem kemur inn á þetta sama og Mooji á allt annan hátt, hátt sem við myndum ætla mikið áfall. 

Ég er búin að vera með þennann fyrirlestur á heilanum í allan dag, svo rækilega að ég vitnaði í hann við vinnufélaga, en það kom til vegna þess að hann sagði mér frá því að í gærdag hefði hann gengið hús úr húsi í hverfinu í að leita af nágrannakonu sem saknað var, eins voru þyrlur sveimandi hérna yfir langt fram eftir kvöldi.  Konan fannst svo látin, að talið var vegna heilablóðfalls, í einni af þeim fjörum sem mér finnast fallegastar hérna.

Þetta er magnaður fyrirlestur sem ég ætla að setja á dagskrá næsta miðvikudagskvöld svo framarlega sem ég kem einhverjum orðum að honum með bloggi. 

Magnús Sigurðsson, 16.4.2012 kl. 15:16

5 identicon

Já það er nefnilega "þetta reddast pólitíkin"

sem blífur það er að segja þegar að hún er rekin

á réttan hátt.ÁN GRÆÐGI.

"gef oss í dag vort daglegt brauð."

Þetta ættum við íslendingar sem komnir eru

til vits og ára svosem að þekkja

Eg er spennt að sjá fyrirlesturinn á miðvikudaginn...

Sólrún (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 16:48

6 identicon

Mer datt í hug hvort að þetta passaði

við það sem Gúrúinn segir hér að ofan

Verst hvað nafnið hans er líkt og Móri.

http://www.youtube.com/watch?v=Jm_kHnyyK-0&feature=g-vrec&context=G26a784dRVAAAAAAAAAg

Sólrún (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 11:13

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ja hérna Sólrún, sá kann að koma orðum að því þessi Bashar, aldeilis áhugaverður náungi.

Annars flaug það í gegnum hugann í gær þegar ég horfði á kristal fyrirlesturinn að ég kannaðist við flest þar.  Þegar ég var að selja lopapeysurnar hennar Matthildar minnar, systir hennar og fleira gott handverksfólk, seldi ég steina fyrir gömul hjón.  Það var svo merkilegt að gömlu hjónin lögðu meira í að skíra út fyrir mér það sem þau vissu um steinana en aðrir sem komu með steina og þó svo að þeir væru ekkert öðruvísi seldust þeir betur án þess að ég hefði neitt með það að gera. Það voru kom oft fólk sem hafði mikinn áhuga á steinum og vissi virkni þeirra betur en ég sem varð til þess að maður fékk oft áhugaverða innsýn í þessi fræði. 

Eitt af því merkilega sem ég man eftir var kona sem birtist eftir að ég ætlaði að vera búin að loka.  Það var eins og hún hefði komið úr öðrum heimi virðuleg með sérkennilegan hatt og ofið teppi lagt yfir axlirnar enda kom í ljós að hún var langt að komin eða frá Frönsku Poynesiu n.t.t. Tahiti.  Hún hafði gríðarlega mikinn áhuga á steinunum og steinteppi sem ég var með á búðargólfinu, gekk um fram og til baka berfætt og var að spá í hvort ég gæti kannski lagt svona á hennar hús, En þessi steinteppi samanstanda úr smásteinum og epoxy og af þeim hef ég lagt ómælda fermetra.  Það sem mér fannst merkilegt var að þegar heimsókninni var lokið hafði hún ekki keypt einn einasta stein heldur skiptilykil. 

Þegar ég fór að segja starfsmanni mínum þetta sem vann í búðinni, en við votum sjaldan báðir samtímis, þá sagði hann að þetta kæmi honum ekki á óvart því hann hefði selt Færeyskum konum skiptilykla með lopapeysum hvað eftir annað án þess að fá á því nokkra skýringu.

Magnús Sigurðsson, 17.4.2012 kl. 18:21

8 identicon

Eg er svo aldeilis steibhissa eg verð að segja það. :)

Það er ekki að spyrja að því þegar að þú kemst í þennan gírinn Magnús að "la det svinge"

Steinteppið sem þú talar um væri algerlega töfrateppi og gæti áreiðanlega flogið hvert sem væri ef þú mundir bæta í það nokkrum kornum af kopar...

Skiptilykils málið hefði sannarlega verið gaman að fá einhvern botn í.

Ætli þessar konur hafi verið á húsbílum?

Sólrún (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband