Ríki óttans

Ótti er öflugt vopn, getur verið álíka banvænn og kóróna vírusinn. Hann segir okkur líka þessa dagana margt um samfélag okkar, sambönd við aðra og okkur sjálf. Ótti hamlar hugsun, hann takmarkar frelsið, hann bindur ímyndunaraflið við sig sjálfan og hann einangrar okkur hvert frá öðru og að lokum frá okkur sjálfum. Hann getur verið gagnlegur menningarlega, jafnframt pólitískt tæki til að beygja og jafnvel brjóta á fólki.

Skilgreining á orðinu ótti er sú að hann sé óþægileg hræðslu tilfinning sem stafar af ógn, hættu, -á sársauka eða skaða. Svo hann er í raun andlegt ástand, ímyndaður, og lykilorðið er ógn. Það eru til vel yfir fimm hundruð heimsenda fóbíur og listinn fer sífellt vaxandi eftir því sem menning okkar verður hræddari við sjálfa sig í sínu óhófi og taugaveiklun.

En það er bæði til þarfur ótti og framleiddur ótti, -sá sem notaður er til stýringar. Ef einhver æðir að þér og segist ætla að drepa þig, þá forðar þú þér eða bregst við. Ef t.d. bíll burnar að þér á manndrápshraða þar sem þú ert á leið yfir götu er óttinn þarfur. Hann mun hjálpa adrenalíninu til að gefa þér viðbragð til að taka til fótanna. Það væri allavega heimskulegt að hunsa þannig ótta.

Svo er til allt annar ótti sem haldið er á lofti til að ná fram markmiðum, - óttastýring. Sá ótti kann að byggjast á spálíkönum, svo sem eins og óttinn við hnattræna hlýnun fyrir 15 árum um að margar byggðir ættu eftir að vera komnar undir sjávarmál í dag. En það hefur samt ekki gerst.

Eins getur ótti verið byggður á einhverju raunverulegu, eins og kórónavírus, sem er raunveruleg pest og getur brenglast með stökkbreytingu. Í því tilfelli er óttinn ekki endilega heilbrigð viðbrögð, hann er viðbragð sem lamar okkur frá réttum skilningi og samhengið getur tínst.

Markmiðadrifinn ótti hefur oftast þrjú skref, það er; 1 – að sá fræi óttans. 2 - láta það vaxa. 3 - uppskera niðurstöðu. En til hvers að hræða fólk til að ná fram markmiðum? -Það er vegna þess að við hræðslu einangrast fólk. Það dregur sig í hlé, hættir að viðra og virða ólíkar skoðanir, getur að lokum misst mannúð sína. Það er auðvelt fyrir illgjarna valdamenn, sem vilja breyta heiminum eftir sínu höfði, að vinna með svoleiðis aðstæður. Þriðja ríkið er hræðilegt dæmi um slíka óttastjórnun.

Kórónavírusinn er nýjasta dæmið um óttastjórnun og er hluti af stærri mynd alþjóðasamfélagsins. Hann kemur upp í sítengdu eftirlitsþjóðfélagi, þjóðfélagi sem tekur sér neyðarvald til að afnema gildandi lög í almannaþágu og lögregla er látin framfylgja almannavörnum á neyðarstigi.

Ný lög taka við sem segja okkur hvert við getum farið, hversu mörg við megum vera saman, hver fjarlægðin á milli okkar má vera og hversu lengi við getum verið á almennum stöðum. Herjir eru nú víða um heim í startholum til að framfylgja þessum nýju reglum.

Það er ágætt að velta því fyrir sér, svona til að fá einhverja sýn á heildarmyndina, hvort að einhver hefur hag af vírus, sem alltaf hefur verið til þó svo að nú sé komið upp afbrigðið covid-19.

Hérna fyrir neðan er sett inn umfjöllun um ráðstefnu sem haldin var um heimsfaraldur í október 2019. Á þessari ráðstefnu var þeim tímum lýst sem við höfum verið að upplifa undanfarnar vikur, eins hvers má vænta á næstu dögum. Amazing Polly sýnir okkur klippur frá þessari ráðstefnu um leið og hún leiðir okkur í allan sannleikann, -sem ég sel ekki dýrara en ég keypti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Takk fyrir góðan pistil Magnús.

 Amazing Polly athyglisverð. Virkaði dulítið sannfærandi þangað til hún bað um pening.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.3.2020 kl. 22:50

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flest gengur út á pening, best er að trúa því sem maður hefur fyrir augunum dags daglega auk innsæisins svo framarlega sem augun og innsæið eru ekki rígbundið við fjölmiðlana. Margþætt medían er ein allsherjar naglasúpa.

Með kveðju suður.

Magnús Sigurðsson, 31.3.2020 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband