Katrín fetar í fótspor Erdogans og Pútíns

Það má spyrja sig á hvaða vegferð Morgunnblaðið er, þegar kemur að forsetakosningum. Nú er púðrinu eitt í að finna dæmi frá 1982 um þóknanlegt forsetaframboð forsætisráðherra.

Fengin er sagnfræðingur úr rjúkandi rústum herbúða VG til að réttlæta gjörninginn, sem lætur alveg liggja milli hluta hvers eðlis litlu lukkudýrin eru sem fyrst yfirgefa sökkvandi skip. 

Það má finna mun yngri dæmi þess að sitjandi forsætisráðherra ásælist forsetaembætti. Einna helst má ætla að Morgunnblaðið sé orðið málgagn World Economic Forum, -Davos dúkkulýsna.


mbl.is Katrín teflir finnskan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábærlega orðuð grein og mjög svipað hugsaði ég þegar ég las pælinga VG-"sagnfræðingsins"...............

Jóhann Elíasson, 6.4.2024 kl. 08:54

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er engin fordæmi fyrir annarri eins athyglissýki og nú, þegar kemur að forsetaembættinu.

Hvað stjórnmálaelítunni gengur til með að mæra kandídatinn er ekki gott að greina, -og ekki hjálpa fjölmiðlarnir til á ríkisstyrktri jötunni.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2024 kl. 09:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að sá sem elíta og RÚV ætluðu að fylkja sér um (Baldur Þórhallsson) hafi að einhverju leyti ekki staðið undir væntum og þar af hafi Elíta verið farin að örvænta, mér finnst þetta einhvern veginn bera þess merki.....

Jóhann Elíasson, 6.4.2024 kl. 09:28

4 identicon

Góður pistill og þörf ábending.

Katrín teflir sama leik og Erdogan

og Pútín. Undarlegt hvað íslenskir fjölmiðlar forðast að ganga götu sannleikans.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.4.2024 kl. 10:18

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já það er undarlegt hvernig ríkisstyrkt upplýsingaóreiðan hagar seglum sínum hvað þetta forsetframboð varðar og verður það til þess að maður grunar að eitthvað sem ekki hefur komið fram búi að baki.

Það má vera öllum ljóst að rjúkandi rústir forsætisráðherra eru víðar en bara innan herbúða VG.

Ungu fólki er boðið upp á að sjá eigið fé gufa upp úr þakinu  með okurvöxtum í eitt skiptið enn.

Náhirðin býður TM til sölu í gegnum Kviku til að fá upp í arðgreiðslurnar. Landbankinn, þar sem okurvextirnir safnast upp, kaupir.

Það skildi ekki vera að ríkisstjórnin lafi þar til Íslandsbanki er að fullu seldur, TM kaupin gengin í gegn og búið að leggja drög að sölu Landsbankans.

Svona rétt áður en fullt valdaframsal til glópalsins verður keyrt í gegn af litlu lukkudýrunum við Austurvöll og á Bessatöðum.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2024 kl. 10:35

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hún er á of stórum skóm til að komast í þeirra nettu vel fetuðu fótspor.

Guðjón E. Hreinberg, 6.4.2024 kl. 23:05

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nú ekki alveg víst að hún sé í of brussulegum skóm. Okkar elíta er vön því að rúlla upp kosningum ef miðað er við kosningar í austurvegi.

Var ekki Guðni Th Jóhannesson með 92,2% atkvæða á meðan Alexander Lukashenko rétt svo slefaði í 80%, -í kosningunum 2020? -man ekki betur. Segið svo að þau kunni ekki að feta slóðina og jafnvel komast framúr.

Annars ætla ég ekki að fara halla orði á þá Pútín og Erdogan, hefur ekki verið til siðs hingað til að miða ágæti litlu lukkudýranna við einhverja í Lanktíburtukistan á þessari síðu. Medían hefur verið einfær um að matreiða það sjálf.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2024 kl. 06:32

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samt hressir það sál vora hímandi heima með viðkomu hér að lesa eina smá slettu á steggina ógnandi í austri,!

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2024 kl. 13:08

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Helga, -við skulum vona að allir séu ekki í of stórum rauðum skóm, svo það þurfi ekki að bjóða fram sífellt sama fíflið.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2024 kl. 16:17

10 identicon

Mér finnst Katrín vera að gera béaða vitleysu með því að rjúka svona til og bjóða sig fram til forseta, og skilja ríkisstjórnina og landið nánast í rjúkandi rúst og láta allt róa. Ég get ekki sagt, að hún sé ábyrg manneskja í þeim efnum, enda ætla ég ekki að kjósa hana og hef ekki trú á henni í embættið. Annars finnst mér þessar forsetakosningar alger farsi orðinn. Það hlaupa allir upp til handa og fóta, hver um annan þveran og sækja um starfið, ólíklegasta fólk, hálf þjóðin þess vegna og annar hver embættismaður þess vegna, eins og þeir hafi ekki nóg á sinni könnu í sínum störfum, og halda, að forsetaembættið henti þeim. Hvar endar þetta eiginlega? Þetta er orðið tóm vitleysa. Það þarf að fara að stöðva þetta. Það er nóg komið. Mál er að linni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2024 kl. 11:16

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má þakka fjölmiðlunum hversu athyglisýkin blómstra í kringum kjör til forseta. Í raun ættu fjölmiðlar ekki að segja frá því hverjir hyggjast bjóða sig fram, fyrr en þeir hafa staðfest framboð með meðmælendum.

Hvort forsetaframbjóðendur eru fleiri eð færri skiptir ekki öllu máli, allir Íslendingar eiga rétt á að bjóða sig fram til forseta, að uppfylltum skilyrðum, án þess að tilheyra einhverjum flokki. Og er það réttlátt, og ef það væri hægt að setja höft á kostaða athyglisýki væri það enn réttlátara.

Áður þekktust óhlutbundnar kosningar til hreppsnefnda, sem þýddu að allir með kosningarétt í hreppnum voru í framboði, -og gátu ekki skorast undan kosningu nema hafa setið í hreppsnefnd tvö kjörtímabil.

Sumir höfðu áhuga og létu hann uppi aðrir ekki, en hreppsnefnd kosin óhlutbundinni kosningu var yfirleitt skipuð besta fólki sem völ var á burt séð frá ríkidæmi. Lítið um flokkadrætti og fólk vann saman að heill samfélagsins.

En ég er samála því að flestir frambjóðendur nú til forseta Íslands virðast vera þar vegna þess að þeir meta eigið ágæti mjög mikils án þess að hafa tilskilin fjölda meðmælenda þegar lýst er framboði. Þetta er hégómagirnd.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2024 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband