Þjóðarsátt um þrælahald?

Hverjum hefði dottið í hug að ASÍ og þeir stjórnmálamenn sem kenna sig við félagshyggju ættu eftir að beita sér fyrir því af alefli að koma á þrælahaldi á Íslandi? 

 

Nú skal öllu til kostað að koma endurreysn bankakerfisins yfir á almenning.  Þar eru skuldarar íbúðarhúsnæðis sérstaklega álitlegur markhópur.  Forsætis- og viðskiptaráðherra keppast við að benda fólki í vonlausri stöðu á að greiðsluaðlögun eða harðar innheimtuaðgerðir sé það sem um er að velja.  

 

Í báðum tilfellum fær fólk lögfræðing inn á gafl.  Með greiðsluaðlögunarleiðinni situr það uppi með hann í nokkur ár þannig að tryggt verði að engri krónu verði skotið undan sem á annað borð gæti nýst bankakerfinu. Ef fólk vill ekki greiðsluaðlögun með tilheyrandi ævilöngu skuldafangelsi þá fær fólk lögfræðinginn inn á gólf til sín til að bjóða þakið ofan af fjölskyldunni.

 

Nú loksins, af öllum mönnum poppar ASÍ formaðurinn upp og vill hefja þessar aðgerðir strax á morgunn.  En hvar ætlar hann að finna 50 hæfa fjármálaráðgjafa? 


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kambanes.

 

 

Eitt af fallegri annesjum Austfjarða er Kambanes sem gengur í sjó fram úr skriðunum á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar.  Skriðurnar eru kallaðar Kambaskriður, nesið er um 1,5 km langt og 1 km breitt.

Tveir bæir hafa verið á nesinu, Kambar sem fóru í eiði 1944 og Heyklif þar sem enn er búið.  Á Heyklifi er veðurathugunarstöðin og vitinn á Kambanesi.  Á Kömbum stendur steinsteypt neðrihæðin af íbúðarhúsinu nú ein uppi.

Áhugi minn fyrir Kambanesi vaknaði þegar við félagi minn keyptum húsið Sólhól á Stöðvarfirði.  Fljótlega eftir að við fórum að gera það upp sumarið 2006, upplýstu Stöðfirðingar um að húsið væri mun eldra en kom fram í fasteignamati þ.e. byggingarár 1944.  Það hafði verið flutt á bát yfir fjörðinn frá Kambanesi það ár, en hafði áður heitið Kambar á Kambanesi, sennilega byggt upphaflega 1928.

Ég á enn eftir að kynna mér Kambanesið betur með gönguferðum.  Þeir sem hafa gengið það allt segja að það sé vel þess virði.  Það sem ég hef séð er bæjarstæðið að Kömbum og þar er fjaran og útsýnið magnað.  Hver kamburinn við annan í sjó fram og einn með gati í gegn eins og Dyrhólaey.  Á Kömbum var stundaður búskapur og sjósókn, sjást þess víða merki, höfnin hefur verið stórbrotin. 

Það er vel þess virði að skoða Kambanesið með gönguferð í sumar.  Náttúrfegurð bæjarstæðisins á Kömbum og fjaran er gönguferðarinnar ríkulegrar virði. 

Hér á síðunni má finna myndaalbúmið Kambanes.

 


Hótanir um harðar innheimtuaðgerðir eru varla viðeigandi.

Ég er hissa á Gylfa Magnússyni að gera þau mistök að hóta hörðum innheimtuaðgerðum þegar fólk íhugar að leitar leiða út úr skuldavandanum með greiðsluverkfalli.  Hann bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem ganga út á að fresta vandanum , dugi.   Fjöldi fólks, sem nú er í jákvæðri eignastöðu,  gerir sér grein fyrir að leið ríkisstjórnarinnar leiðir til þess að röðin kemur að því að verða eignalaust.

Afstaða Gylfa er svipuð og halda því fram að aldrei hefði neinn átt að fara í verkfall til að sækja kjarabætur, ef hann á annað borð var með vinnu.   Verkföll krefjast alltaf  fórna en réttlætiskenndin og von um leiðréttingu hefur verið drifkraftur þeirra.  Það er of seint að fara í verkfall þegar vinnan er farin.

Ég var það heppinn að fá tækifæri til að skýra þetta sjónarhorn hádegisfréttum ruv í dag, og má hlusta á fréttina hér.

http://dagskra.ruv.is/ras2/4435649/2009/05/03/0/

 


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salthúsmarkaður á Stöðvarfirði

Law of attraction 

Nú þegar sumarið er á næsta leiti langar mig til að geta um eitt af mínum hjartans málum hérna á síðunni.  Frá því í vetur höfum við félagi minn verið með verkefni í samvinnu við skapandi fólk í ferðamálanefnd Fjarðabyggðar og á Stöðvarfirði.  Verkefnið hefur mætt mikilli velvild í alla staði s.s. hjá handverksfólki, ljósmyndurum, listamönnum og hinum ýmsu styrktaraðilum.  Í upphafi hefði maður ekki þorað að vona að svona vel myndi ganga að afla hugmyndinni brautargengis, en nú hyllir í að hún verði að veruleika.

http://www.solholl.com/

Eftirfarandi kynningartexti um verkefnið er settur saman af Hildigunni Jörundsdóttir ferðamálafulltrúa í Fjarðabyggð.

Í sumar verður nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn á Stöðvarfirði en þar verið er að setja upp Salthúsamarkað.   Það eru frumkvöðlarnir Magnús Sigurðsson og Einþór Skúlason sem einnig reka Gistihúsið Sólhól á Stöðvarfirði eiga frumkvæði að þessu verkefni.

Um er að ræða 1000 m2 aflagt fiskvinnsluhús í hjarta bæjarins sem nýtt er á veturna sem geymsla fyrir húsbíla og fellihýsi en staðið tómt á sumrin, hugmyndin var að gæða húsið lífi enda stendur það við aðalgötuna í miðjum bænum skammt frá veitingahúsinu Brekkunni og Galleri Snærós.  

Fjöldi fólks heimsækir Stöðvarfjörð á hverju sumri og er þar Steinasafn Petru sem dregur flesta að en auk þess og annarra afþreyingar í bænum geta nú ferðamenn einnig heimsótt Salthúsið og kynnst Stöðvarfirði ennþá betur.  

Í húsinu  verður glæsilegur handverksmarkaður, auk ljósmyndasýningar sem sýnir fiskverkun á Stöðvarfirði í gegnum árin, video verk frá Gjörningaklúbbnum ILC Thank You og sýning á myndum frá náttúru Stöðvarfjarðar.  Ýmislegt fleira verður í boði í sumar og ýmsar uppákomur í húsinu þar sem  húsnæðið er mjög stórt eru möguleikarnir miklir.

Markaðurinn verður opin frá kl. 10-16 alla daga vikunnar í sumar 5.júní til 23. ágúst.

 


Eru hagfræðingarnir okkar í tilvistarkreppu?

Það er átakanlegt að fylgjast með því hvað hagfræðingarnir okkar virðast vera komnir í mikla tilvistarkreppu.  Haraldur Líndal "faraldur" orðinn einn helsti vinur litla mannsins, eftir að Nýsi sleppti.  Tryggvi Þór, ásamt fjölda annarra hagfræðinga,  kominn í lásí þingmannsstarf í samkeppni við lögfræðingana.

Það er spurning hvort sömu hagfræðikenningarnar eiga eftir að koma þjóðinni upp úr skuldunum og komu henni í þær.  En mér finnst það ósmekklegt af hagfræðingastóðinu að tala nú um þjóðarskuldir.  Mig minnir að þjóðin hafi lítið haft með gróða bankanna að gera meðan allt lék í lindi hann hafi að mestu orðið til vegna erlendra viðskipta.

En það var nú meðan allt lék lindi, hagfræðimódelin blómstruðu og söguþjóðin mátti að þakka fyrir Saga Capital.


mbl.is Erfitt að standa undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Ísland.

Það skal öllu fórnað fyrir ESB.  Fyrirtækin og heimilin geta beðið.  Á RUV í gær taldi Jóhanna SF vera í stöðu til að velja um þrjú ríkisstjórnarmynstur.  Það tók eingin flokksleiðtoganna undir ríkisstjórnarsamstarf við SF nema Steingrímur. 

Það er vandséð hvernig SF ætlar að mynda ríkisstjórn nema ef vera skyldi með því fjölmiðlafólki sem hefur gert ESB aðild að stærra hagsmunamáli en það að koma heimilum og fyrirtækum til bjargar.

Verður næsta ríkisstjórn undir forystu VG án Samfylkingarinnar?


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að kjósa?

 

Kosningar

Nú væru góð ráð vel þeginn fyrir ráðvilltan kjósanda.

Sjálfstæðisflokkurinner með vændi og víni í matvöruverslanir, en á móti lýðræði. Tvö já og eitt nei og vill velta bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt frekar jákvæðir.

 

Samfylkingin er á móti vændi,  með lýðræði og inngöngu í ESB.  Tvö já, eitt nei og vill velta bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt frekar jákvæðir og félagslega þenkjandi að vanda.

 

Vinstri grænireru á móti vændi, víni í matvöruverslanir og ESB, en með lýðræði.  Þrjú nei, eitt já og vilja velta bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt neikvæðir eins og venjulega.

 

Framsókner á móti vændi, með lýðræði og eru tilbúnir að skoða inngöngu ESB í Íslandi.  Tvö já og eitt nei og vilja velta 80% af bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt opnir í alla enda eins og venjulega.

 

Frjálslindireru á móti kvótakerfinu, 75% af verðtryggingunni og múslimum á Akranesi.  5% já 97% nei í samstarfi við IMF.  Semsagt óskiljanlegir eins og vanalega.

 

Borgarhreifingin er á móti IMF en með lýðræði og vill ekki velta nema 80% af bankahruninu yfir á heimilin.  Ætlar að leggja sjálfa sig niður um leið og lýðræðisumbótum verður náð sem sennilega verður fljótlega eftir kosningar komist hún til einhverra áhrifa.

 

Lýðræðishreyfingin er á móti öllu og vill jólasvein í hvern hraðbanka.  Ætlar mér botnlausa vinnu við að setja mig inn í það að vera með eða á móti vændi, ESB, víni í matvöruverslanir eða hvort velta eigi bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.

 

Eftir einu hef ég tekið að flokkarnir eru farnir að tala um álver í Helguvík og hefur það sennilega ekki skeð í síðustu fjórum Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum að Stálpípuverksmiðja í Helguvík væri ekki aðalmálið á Suðurnesjum.  Eru nýir tímar í Íslenskri pólitík?

Það skyldu þó ekki verða VG og X-D sem mynda næstu ríkisstjórn? 


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarnes.

  Franski spítalinn austur

Seinnihluta vikunnar dvaldi ég í Sólhól "sælureitnum við sjóinn" á Stöðvarfirði. Einn er sá staður sem ég ef keyrt framhjá í áratugi og alltaf ætlað mér að skoða en það er Hafnarnes við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð. Núna gaf ég mér tíma til þess og varð svo heillaður að ég fór þangað tvo daga í röð. Myndir frá freðinni fá finna í albúminu Hafnarnes hérna á síðunni. 

Það er Franski spítalinn sem er helsta kennileitið á Hafnarnesi, stórt, hrörlegt og draugalegt hús nálægt þjóðveginum. Það er dulmögnun þessa húss sem vakti áhuga minn á Hafnarnesi, ekki síst þegar ég hef verið á ferð að kvöld eða næturlagi og tunglið hefur glampað á sjávarfletinum aftan við húsið.

Franski spítalinn stóð áður á Fáskrúðsfirði og var byggður af frökkum fyrir franska sjómenn. Ég er helst á að Franskur spítali, alveg eins og sá á Hafnarnesi sé við Lindargötuna í Reykjavík. Sá á Hafnarnesi var fluttur frá Fáskrúðsfirði, til stóð að nota hann sem skóla fyrir þorpið á Hafnarnesi. Eins hef ég heyrt að þetta mun hafa verið eitt fyrst fjölbýlishúsið á Austurlandi.

Það er eitthvað magnað við þetta stóra hús, eitthvað sem dregur mann að því. Bæði getur það verið byggingarlagið og staðsetningin. Eins er ég alveg viss um að eitthvað dularfullt er við norðari hluta hússins. Þegar ég kom þar heyrði ég hljóð sem líktist nið sem ég man eftir að gat heyrst frá gömlu símalínunum í sveitinni. Ég sá rafmagnslínu skammt fyrir neðan húsið og taldi að hljóðið kæmi þaðan en þegar ég var komin þangað heyrði ég hljóðið ekki lengur. Daginn eftir fór ég á sama stað og heyrði niðinn auk þess sem í sólinni hafði suðið í fiskiflugunum bætast við frá því í þokunni daginn áður.

En þó að þetta stóra hús sé helsta kennileitið við Hafnarnes sem sjáanlegt er í dag þá er saga staðarins mun stærri og merkilegri en saga þessa húss ein og sér. Á Hafnarnesi reis upp sjávarþorp á 19. öld. Byggðin stóð með blóma fram á stríðsárin síðari, en þá fór að fækka fólki og dó byggðin út að lokum um 1970. Fyrri hluta 20. aldar urðu íbúarnir á annað hundrað samkvæmt heimildum í Sveitir og jarðir í Múlaþingi.

Enn standa uppi nokkur hús að Hafnarnesi og það sem meira er að enn er hægt að sjá hvar flest húsin stóðu. Húsnöfnin hafa verið merkt við rústir þeirra og kemur það skemmtilega á óvart hvað þarna hefur staðið stórt og þéttbýlt þorp.  Leifar af steinsteyptum bryggjukanti og sjóhúsum eru neðst í byggðinni innan við tangann. 

Það er vel þess virði að skoða þetta þorp áður en ummerkin um það hverfa að fullu og öllu. Eins fannst mér það áhugvert að hugleiða að þarna var stunduð sjósókn og sjálfþurftarbúskapur langt fram á 20. öldina. Mér flaug í hug, þegar ég rölti á milli húsarústanna, að lífið þarna hlyti að hafa verið notalegt með gaggið í múkkanum í klettunum fyrir ofan, úúúið í kollunum á sjónum og söng farfuglanna í sinuvöxnum túnunum.

 


Góðærisins er sárt saknað í kosningaloforðum flokkanna.

 Þjóðráð

Nú þegar kosningar eru á næsta leiti eru kosningaloforð flokkanna fremur rýr til handa heimilunum og snúast mest um það hversu harkalega þarf að herða sultarólina næstu árin.  Undanfarnar kosningar, svo langt sem ég man, hefur dropið hunang af hverju strái í aðdraganda kosninga en nú ber svo við að allir flokka boða svartnættið eitt.  Því meira svartnætti því trúverðugri eru framboðin.

 

Þess vegna ætla ég að setja hér fram nokkur hagnýt ráð í svartnættinu til þeirra sem hafa áhuga á að komast af en sjá ekki nákvæmlega fyrir sér hvernig það á að gerast.  Sum þessara ráða eru reyndar þjóðráð og alveg óskiljanlegt að pólitíkusarnir skuli ekki hafa tekið þau upp í sínum stefnuskrám. 

 

En þar sannast hið fornkveðna "stjórnmálamenn leysa engan vanda, það eru þeir þeir sem búa hann til.  Þeir glíma því stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra, því þá kæmi það í ljós að þeir væru óþarfir. Það er nefnilega fólkið og tækni þess sem leysir vandamálin."

tree climbing goats

 

Hér koma nokkur þjóðráð sem ég sakna úr stefnuskrám stjórnmálaflokkanna:

  1. Fáðu þér landnámshænur, það má gefa þeim matarleifar og annan úrgang sem annars færi í ruslið, í staðinn færðu egg og blómaáburð.  Það eru ekki mörg ár síðan að það mátti fá landnámshænuna frítt frá Landnámshænsnafélaginu því stofninn er í útrýmingarhættu. Þetta eru lítil og sæt grey sem mætti hafa á svölunum.
  2. Íslenska geitin er falin auðlind.  Hún hefur það umfram landnámshænuna sem má fá frítt, að ríkið greiðir með henni.  Geitin gefur af sér margt af því sem heimilið þarfnast s.s. ull, mjólk og kjöt.  Ef þú býrð í þéttbýli geturðu t.d. haft geiturnar í bandi og leigt þær út sem sláttuvélar eða sem gæludýr þær gætu m.a. orðið hrókur alls fagnaðar í barnaafmælum.
  3. Útvegaðu þér kartöflugarð, það er ekki svo auðvelt að verða sér út um tífalda ávöxtun nú til dags en það má hæglega ná henni í kartöflurækt.  Auk þess má auðveldlega rækta rófur og gulrætur samhliða.
  4. Steinhættu að borga af lánunum ef þú skuldar yfir 50% í húsnæðinu þínu, það er vonlaust að þú náir að kljúfa dæmið.  Nýttu þér frest á nauðungaruppboðum til 31. október og búðu frítt í húsinu á meðan.  Allar líkur eru á bankinn kom þá til með að ganga á eftir þér með grasið í skónum og grátbiðja þig um að vera áfram í húsinu gegn vægu gjaldi, þó það væri ekki til annars en að kynda það.
  5. Vertu þér út um vin sem á trillu.  Það er virkilega gaman að fara á sjóstöng og færaskak bæði er það afslappandi og frískandi, ekki sakar að fiskur er einn hollasti matur sem völ er á.
  6. Losaðu þig við vinnuna hið snarasta ef þú hefur hana þá ennþá.  Best er að semja við atvinnurekandann um að segja þér upp svo þú getir verið í launuðu fríi í sumar við garðrækt, geitahirðingu og sportveiðar.  Samkvæmt stefnuskrá sigurstranglegustu stjórnmálaflokkanna er sá maður sem hefur atvinnu í djúpum skít.  Honum er ætluð greiðsluaðlögun skulda í hlutfalli við ráðstöfunartekjur auk þess sem skattahækkanir munu snúa út úr honum stærri hlut tekna en áður hefur þekkst, þannig að það gæti þýtt líf við hungurmörk.
  7. Lærðu að prjónaog sittu fyrir erlendum ferðamönnum með prjónaskapinn. Fyrir lopapeysu sem hægt var að fá € 90 (kr.9.500) í fyrra ætti að vera hægt að fá € 90 (kr.15.000) núna rúmlega 50% hækkun. Býður einhver betur.

 

Láttu þér ekki detta í hug eitt augnblik að taka þátt í að borga það sem stjórnmálamennirnir eru svo hátíðlegir að kalla núna fyrir kosningar, skuldir "þjóðarbúsins" og ætla ásamt IMF að láta almenning greiða í gegnum skatta og niðurskurð velferðakerfisins.  Láttu bankana, toppanna í þjóðfélaginu og stjórnmálamennina um þær "þjóðarskuldir", það er komið að þeim að  þrífa skítinn upp eftir sig. 

 

Nú er komið að þér að njóta allsnægta lífsins.  Snúðu þér að því sem þig hefur alltaf langað til að gera, nýttu þér þau þjóðráð sem til þess þarf.  Meðan það eru ekki betri kosningaloforð í boði hjá stjórnmálaflokkunum verðurðu bara láta þér nægja loforðinn frá því fyrir kosningarnar 2007 enda eru þau í fullu gildi í tvö ár í viðbót.

 

Ef þú átt fleiri þjóðráð liggðu þá ekki á liði þínu því þjóðin þarfnast þeirra.

 

www.islenskarhaenur.is/haenaifostur.html

Landnámshænur


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðnuleysingi gerist athafnamaður.

IMG 9738

Fram til þessa hef ég titlað mig, á þessari bloggsíðu, sem atvinnurekanda og draumóramann um frelsi hugans. En nú eru tímamót hjá mér svo um óákveðinn tíma ætla ég að titla mig sem athafnamann. Ein ágæt bloggvinkona mín birti nýja http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/842752/#comments orðabók á síðunni sinni fyrir skömmu og vildi meina að orðið athafnamaður þýddi á nútímamáli, þjófur. Þó þessi bloggvinkona hafi upplýst þessa nýju merkingu ætla ég samt að halda mig við þetta starfsheiti. Því í mínum huga á athafnamaður við einstakling sem veit ekki alveg í hverju starf hans er fólgið og getur átt ágætlega við t.d. auðnuleysingja, draumóramann og tækifærissinna sem er án fastrar atvinnu.

 

Þá er ég kominn að kjarna málsins undanfarna mánuði hef ég verið án fastrar vinnu. Bæði stafar það af minna framboði á verkefnum og því að ég hef verið að safna kröftum eftir líkamstjón sem var lagað með skurðaðgerð í febrúar. Því hefur tíminn verið nægur til að kynna sér góðar hugmyndir sem á fjörurnar hefur rekið og sumum hef ég eins og sannur athafnamaður (þjófur) stolið af úrræðagóðu fólki, jafnvel hefur hugmyndin kviknað hérna á blogginu t.d. hefur http://maggatrausta.blog.is/blog/maggatrausta/ sýnt hvað má gera jákvæða hluti með því að opna Norðurport á Akureyri.

Síðan í nóvember hef ég auðnuleysinginn, haft góðan tíma til að velta fyrir mér framtíðinni. Frá áramótum hef ég unnið markvisst að því að koma komast út úr þeim atvinnurekstri sem fyrirtækið mitt byggði að mestu á, það er verktakastarfsemi í múrverki. En rek ennþá flísa og gólfefnaverslun með einum starfsmanni. Þetta eru miklar breytingar frá því að reka verktak og verslun með 8-12 starfsmönnum, þessi vetur hefur nánast verið eins og langt frí. Bílaflotinn hefur verið seldur eða keyrt á haugana, tæki, verkfæri og lager hafur verið selt á því sem fyrir ári síðan hefði verið talið hálfvirði, viðskiptavildinni tel ég vera vonlaust að koma í verð í byggingariðnaði í dag, enda telur umrædd bloggvinkona hana vera verðmætamat þjófs á sjálfum sér.

Samhliða þessum skipulagsbreytingum hef ég leift draumóramanninum að leika lausum hala á nýjum vettvangi. Eins og sönnum tækifærissinna sæmir þá er sá vettvangur á sviði gjaldeyristöflunnar, alvöru peninga. Ég ætla sem sagt að fara út í túrista bissniss. Flísabúðin mun breytast í ferðamannaverslun í sumar með lopapeysum, handverki og túristaskrani. Hvað er betra en að versla með íslenskt þegar Ísland er orðið eitt ódýrasta land í heimi. Fyrir lopapeysu sem hægt var að fá € 90 (kr.9.500) í fyrra ætti að vera hægt að fá € 90 (kr.15.000) núna rúmlega 50% hækkun. Býður einhver betur. Flísabúðin er við hliðina á vínbúðinni og hef ég alltaf litið öfundar augum til hennar. Ef það er eitthvað sem býður upp á betri afkomumöguleika en túristar í dag er það helst sala á víni eða kannabis en vegna veikleika hugarfarsins treysti ég mér ekki út í þann bissniss.

Gleðilega páska.  Easter chocolate face 






« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband