23.1.2015 | 11:22
Þorri og dagatal
Í dag er bóndadagur fyrsti dagur Þorra sem er fjórði vetrarmánuðurinn og sá fyrsti af útmánuðum samkvæmt gamla íslenska tímatalinu. Þorri hefst á föstudegi á bilinu 19.25. janúar og lýkur þorraþræl sem er laugardagurinn áður en góa tekur við á sunnudegi. Um bóndadag hefur m.a. verið sagt að áður fyrr hafi sú hefð verið meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður til að bjóða þorrann velkomin í bæinn eins og um tignann gest væri að ræða. Meir að segja hefur sú saga komist á kreik að bóndinn eigi að fara út fyrir bæ að morgni fyrsta dags þorra, klæða sig í aðra buxnaskálmina og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið, um bóndadag má því kannski segja að hann sé öðrum dögum fremur dagur karlmennsku.
Tilgáta er um að þorri dragi nafn sitt af því að þverra; minnka, skerðast. Orðið þekkist einnig í færeysku sem torri og í nýnorsku sem torre. Eldri heimildir gefa til kynna uppruna þorrans. Fornaldarsögur norðurlanda segja frá manni sem hét Fornjótur, hann átti son sem hét Kári. Sonur Kára var Snær konungur, börn Snæs voru Þorri, Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti svo þrjú börn, tvo syni þeir voru Nór og Gór og dótturina Gói.
Þó svo að flestir hér á landi viti af þorranum er mér það til efa að það sé svo hjá nágrannaþjóðunum. Það kom fyrir að ég átti samræður við norska vinnufélaga mína um gamla tímatalið, þeir könnuðust ekki við það og töldu jafnvel að það væri fleipur að kenna það við norðurlönd. Svo merkilegt sem það nú var þá könnuðust vinnufélagr mínir sem voru innflytjendur í Noregi frekar við svipað tímatal.
Í kringum Valentínusardag kom eitt sinn til umræðu á milli okkar félagana hvort heimalöndin héldu upp á þann dag. Ég sagði frá konudeginum sem væru á mánaðarmótum þorra og góu sem hliðstæðum. Þá kom fram hjá Yasin sem er frá Afganistan að þar voru áramót á sama tíma og Þorri og góa mættust á Íslandi. Á sumardaginn fyrsta datt mér svo í hug að spyrja Yasin að því hvort þá væru mánaðarmót í Afganistan, hann gluggaði í símanum sínum og sagði ja det gjør.
Vinnufélagi frá Súdan sagði okkur að í hans landi væri þekkt, auk hins hefðbundna almanaks, gamalt tímatal sem væri svipað og það Afganska enda íbúar beggja landa að mestu múslimar. Sá hefur mörg nöfn, en það nafn sem hann notar er Juma, dregið af fæðingardegi hans sem er föstudagurinn, eða El Juma á arabísku. Í heimahéraði hans í Darfur er það til siðs að eitt af nöfnunum sem hverjum er gefið sé dregið af vikudegi fæðingar því sá dagur hafi merkingu í lífi viðkomandi.
Það er sama hvar í heiminum er þá hafa flest samfélög rambað á það að hafa vikudagana sjö talsins. Kanski er það svo enn merkilegra að þeir eiga sér svipaðan uppruna. Eins er það merkilegt að fáar þjóðir hafa gengið lengra í að afmá goðsögur vikudagana og íslendingar með því að breyta nöfnum þeirra til veraldlegri merkingar, þó enn sé haldið í daga aftan úr grárri fornesku á við bóndadaginn.
Hér á landi var nöfnum vikudagana breytt aðallega fyrir tilverknað Jóns Ögmundssonar biskups. Á 12. öld hlutu flestir vikudagarnir þau nöfn sem notuð eru í dag. Áður voru þeir með svipuðum nöfnum og í nágrannalöndunum eða; Sunnudagur, Mánadagur, Týsdagur, Óðinsdagur, Þórsdagur, Freyjudagur, Lokadagur. Meir að segja var reynt að breyta hér á landi sunnudegi í drottinsdag og mánadegi í annadag.
Á norðurlönunum eru nöfn dagana Søndag, Mandag, Tirsdag, Onsdag, Torsdag, Fredag og Lørdag, enn þann dag í dag kenndir við nöfn hinna fornu goða nema Sunnudagur og Mánudagur sem kenndir eru við himintungl. Í ensku eru dagarnir kenndir við sömu himintungl, sömu goð, í sömu röð, nema lokadagurinn Saturday sem kenndur er við stjörnuna Satúrnus eða rómverska goðið Saturn. Miðvikudagur sem er Wedensday á ensku var áður skrifað Wodensday sem Óðinsdagur.
Uppruni vikudagana um víða veröld er talinn eiga meira sammerkt en að vera sjö talsins og goðsöguleg nöfn, því goðin eru talin hafa haft sína skírskotun til himintunglana. Það segir sig sjálft að sunnudagur er sólardagur og mánudagur er mánadagur. Það er kannski ekki skrýtið að menn hafi komist að sömu niðurstöðu um víða veröld hvað dagana varðar, með sama himinhvolf til að styðjast við, kennt þriðjudaginn við mars, miðvikudaginn við merkúr, fimmtudaginn við jupiter, föstudaginn við venus og laugardaginn við saturnus.
Einkenni dagana gætu hafa verið eitthvað á þennan veg í gegnum tíðina:
Sunnudagur til sigurs, er fyrsti dagur vikunar / Sól, gull = Sunnudagur; uppljómun hin skínandi gyðja uppljómunar, ákvarðanir, leiðandi, afl. Sólin hefur verið tilbeðin um allan heim og goð henni tengd. Ra var t.d. sólguð í fornegypskri goðafræði sem réð yfir himni og jörð. Ra var guð hádegissólarinnar, um tíma höfuðguð trúarbragða egypta.
Mánudagur til mæðu, er annar dagur vikunar og fyrsti vinnudagur / Máni, silfur = Mánadagur; hugur, tilfinningar, hjartnæmi, samhygð. Máninn hefur ekki verið talinn álitlegur til tilbeiðslu í gegnum tíðina. Orðið Luna er máninn á grísku og rót enska orðsins lunatic sem gæti útlagst hugsjúkur, á íslensku tunglsjúkur. Hann er tunglsjúkur og illa haldinn. Oft fellur hann á eld og oft í vatn"(Matth 17:15)
Þriðjudagur til þrautar, er eins og nafnið gefur til kynna þriðji dagur vikunar / Mars, járn = Týsdagur; hamingja, velferð, réttlæti, lög, tærleik,hreysti (hin guðlegu alheimslög)lögmál náttúru. Týr er guð hernaðar, en einnig goð himins og þings. Týr er sonur Óðins. Hann var hugprúðastur og djarfastur allra ása. Stríðsmenn ristu galdrastaf hans á skefti sverða sinna. Meira um Tý ...
Miðvikudagur til moldar, hefur það í nafninu að bera upp á miðja viku / Merkúr, kvikasilfur = Óðinsdagur; vitund skilningur rökhugsun. Óðinn er æðstur goða í norrænni goðafræði, guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og skáldskapar. Óðinn birtist mönnum sem gamall eineygður förumaður í skikkju og með barðabreiðan hatt og gengur þá undir mörgum nöfnum, jafnvel má ætla að eitt þeirra hafi verið Bhúdda. Meira um Óðinn ...
Fimmtudagur til frama, er fimmti dagur vikunar / Júpíter, tin = Þórsdagur; kraftur, þekking, viska. Þór er þrumuguð í norrænni goðafræði. Hann er sterkastur allra ása og er mest dýrkaður að fornu og nýju. Himnarnir skulfu er hann reið yfir himinhvolfið og klettar og fjöll brustu við þrumur og eldingar sem fylgdu honum, hamar hans Mjölnir er tákn þrumu og eldinga. Meira um Þór ...
Föstudagur til fjár, er dagur sem skal nota til föstu samkvæmt kaþólskum sið / Venus, kopar = Freyjudagur; ást, sköpun, laðar að fólk. Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Freyja var valdamikil gyðja og mikið dýrkuð af konum en einnig af konungum og hetjum. Hún jók frjósemd lands og sjávar, veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar. Verandi ástargyðja er hún sögð hafa átt marga ástmenn bæði goð og konunga sem hún studdi svo í valdatíð þeirra. Meira um Freyju ...
Laugardagur til lukku, er til hreingerninga og var um tíma nefndur þvottadagur / Saturnus, blý = Lokadagur; efnishyggja, völd, veraldarhygga. Loki er brögðóttastur allra goða, ekki hafa fundist merki þess að Loki hafi nokkurstaðar verið tilbeðinn eða dýrkaður opinberlega sem goð, enda tákn efnishyggjunnar og undirferlisins í heiminum. Hnötturinn Saturnus er stundum kallaður hringa drottinn tákngervingur bragða, valds og græðgi, er nafnið Satan líklega af honum dregið. Meira um Loka ...
Þó svo vikudagarnir íslensku hafi tínt sínum goðsögulega uppruna og aðeins tveir þeirra eigi enn sína stjarnfræðilegu merkingu, þá heldur bóndadagurinn lífi á íslenska dagatalinu þrátt fyrir veraldarhyggju nútímans. Umborinn enn í dag, jafnvel með blómum til að hafa einhverja meiningu, líkt og konudagurinn hafði sem fyrsti dagur góu, sem þó á orðið í verulegri vök að verjast fyrir deginum hans Valentínusar.
Heimildir:
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=58509
http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/6828/24gudin-dagar-planetur-mannsheili.pdf?sequence=1
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=48074
http://www.factsbehindfaith.com/Satan-astrology.html
http://infinity-codes.net/raah/_archive(infinity-codes)/earth-codes/7-day-week.html
www.wikipedia.org
![]() |
Syngja um íslenskan heimilismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gamla tímatalið | Breytt 19.1.2020 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2015 | 19:19
The Language of Frequency and Form
6.1.2015 | 21:12
Rússíbani.
Eins og þeir þekkja sem hafa farið í rússíbana þá getur ferðalag í þeim snúið innyflum á hvolf. Síðastliðinn sunnudag lenti ég í rússíbana sem snéri við fleiru í mér en innyflunum einum.
Aðdragandinn að ferðalaginu var stuttur þó merki um ferðina væru farin að gera vart við sig rétt fyrir hátíðarnar, 19. des átti ég nefnilega erfitt með að bera sementspoka upp á 3.hæð vegna mæði. En ástæðan gat vel verið sú að ég bar þá í kappi við mér yngri menn. Á aðfangadag byrtist mæðinn óvænt upp úr þurru og á laugardeginum eftir jól átti ég í fullu fangi með að koma mér tómhentum upp og niður stigana heima hjá mér vegna mæði og brjóstverkja.
Þetta var náttúrulega allt helvítis gigtinni að kenna enda þekki ég það á eigin beinum að það er betra að strekkja áfram en að slaka á í glímunni við hana. Þessa speki upplýsti ég svo heilsugæslulækninn um á fyrsta virka degi eftir jól, eins það að þessi heimsókn mín til hans væri til að friða nákomna því það væri löngu útséð með hverju þessar þrautir sættu hvað mig varðaði. Með lagni fékk læknirinn mig til að fara í hjartalínurit og blóðprufu, svona til öryggis. Sagði svo eftir að hafa lesið línuritið hvort ég vildi ekki fara í þrekpróf til hjartalæknis til frekara öryggis.
Þannig fór ég inn í áramótin með mína hefðbundnu gigtarverki auk mæði. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá mínum nánustu um að ég hætti að þrjóskast við að sjúkdómsgreina mig sjálfur þá tók ég út mína gigtarverki, það var ekkert að mér sem ekki myndi lagast þegar dagarnir tækju upp sinn vanagang. Svo var það núna á sunnudaginn að ég komst ekki lengur á milli herbergja heima vegna verks og mæði sem ekki vildi líða hjá, varð á endanum að mjálma á hana Matthildi mína um að hringja í lækninn.
Eftir það var ekki aftur snúið rússíbana ferðin far hafin. Læknirinn mætti með sjúkrabíl og aðstoðarmenn og ég var tekin fumlausum tökum eftir að fullreynt var með að hefðbundin meðul unnu hvorki á mæðinni né verknum. Ferðin niður þrönga stigana í Útgarðinum var fyrsta salí bunan þar sem ekki var auðvelt að átta sig á hvað sneri upp eða niður hvað þá heiglum hent að halda börunum láréttum í þrengstu beyjunum. Þegar niður kom tók sjúkrabíllinn við niður á heilsugæslustöð,Þrátt fyrir ítrekaðr sprautur þá var þrálátur verkurinn kominn jafnharðan, því var gerð lokatilraun til að fá gigtargreininguna samþykkta á mill þess sem ég spjó. Í bílskýlinu á sjúrahúsinu á Egilsstöðum höfðu ælurnar bæst við, en þar var beðið eftir sjúkraflugvél fyrir næstu salíbunu
Flugvélin fór frá Egilsstaðavelli í hvössum vindi svo hvössum að öðru flugi hafði verið aflýst. Flugvélin hossaðist yfir Holuhraun með mig ælandi og vælandi með blikandi sprautur fluglæknisins á lofti sem barðist með þeim hetjuleg við að losa mig við verkina. Sem betur fer sá ég af og til grilla í hana Matthildi mína þar sem hún sat í skuti. Flugferðin var venjufremur löng vegna veðurs en tók loks enda og lemjandi rgningin á Reykjarvíkurflugvelli minnti mig á að þessari salíbununi var lokið.
Í næstu bunu var brunað með blikkandi ljósum á Landspítalann þar sem mér var síðan brunað ælandi um ganga hjartadeildarinnar á heimsóknatíma og ekki stoppað fyrr en inn á sjúkrastofu. Þar voru mér til mikilla undrunar vinir og vandamenn ásamt hjúkrunarfólki. Fljótlega kom sparifata klæddur læknir og sagði hann hafði þá rétt fyrir sér sveitamaðurinn ég skal gera aðgerð á þér strax ef þú skrifar undir þetta blað. Þar sem ég hef slæma reynslu af því að skrifa undir blöð án þess að lesa þau gaumgæfilega yfir þá kom á mig hik. Þá var sagt mér er nákvæmlega sama hvort að þú stafsetjir nafnið þitt vitlaust það má þess vegna vera ólæsilegt fyrir mér en ég ráðlegg þér að skrifa undir ekki seinna en strax. Ég var alveg orðin ráðviltur eftir allar salíbunurnar og orkaði ekki að æla gigtargreiningunni upp úr mér einu sinni enn og skrifaði undir.
Þá hófst ein salíbunan enn, en þar dró læknirinn mig vælandi í sjúkrarúmi á eftir sér um ganga og lyftur niður á hjartaþræðingu. Þar var mætt fullmönnuð áhöfn á sunnudagskvöldi með tækjabúnað sem þræddur var upp í slagaæð í náranum alla leið upp í hjarta þar sem búnaðurinn tók myndir, um leið og hann flutti vírslöngubút ásamt loftbelg sem blásin var út þegar búturinn var kominn á réttan stað þannig að slöngubúturinn þrykkti út stýflaðri æð. Læknirnn sagði þú finnur verk er það ekki en það verður ekki mikið lengur. Verkurinn hvarf eins og dögg fyrri sólu og læknirinn sagðist vilja draga mig sjálfur, liggjandi eins og grár skata í sjúkrarúmin, til að skila mér til hennar Matthildar minnar.
Núna tveimur dögum seinna er ég farin að rölta fram og til baka um gangana á hjartadeild LSH og þó svo ég fari ekki hratt yfir vegna mæði þá geng ég teinréttur og er orðin alveg laus við gigtina. Ég er búin að komast að því að það er jafn gott að eiga systir sem vinnur á deildinni og það að vera ráðherra, búin að fá upplýsingar um það að sveitamennirnir kunna ýmislegt fyrir sér, auk þess að hafa grun um að við eigum frábærsta heilbrygðisstarfsfólk í heimi.
Mér finnst ekki koma annað til greina en að samið verði við lækna og að þeir Þorsteinn Víglundsson og félagar taki sjálfir á sig þær launaskerðingar sem þarf þar til þeir hafa náð skuldastöðunni á við hinar norðurlandaþjóðirnar eins og var ,,,sko áður en þú veist þú veist.
![]() |
Kröfur lækna úr öllu samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2015 | 16:42
The magic of Fibonacci numbers.
30.12.2014 | 11:52
Að afloknum fjörbaugsgarði.
Ársins 2014 verður minnst fyrir einstaka blíðu, ársins þegar náttúran blómstraði sem aldrei fyrr og ársins sem bláberin spruttu í tonnatali. Eins mun árið verða í mínum huga árið sem þriggja ára útlegð lauk og ég kom aftur heim á landið bláa, til hennar Matthildar minnar. Eftir útlegð sem var á við fjörbaugsgarð.
Þegar Goðarnir settu lögin til forna þá voru dómar yfir sekum manni þrenns konar. Í fyrsta lagi var hægt að dæma hinn seka til að greiða bætur eða fjársekt en þegar féð hafði verið greitt var maðurinn aftur frjáls. Þetta var vægasta refsingin.
Næsta stig var kallað fjörbaugsgarður en það fól í sér að hinn seki var dæmdur til þriggja ára brottvísunar úr landi. Þá varð hann að fara úr landi áður en þrjú sumur voru liðin frá dómi og vera í burtu í þrjú ár. En að þremur árum liðnum gat hann komið heim og verið frjáls.
Þriðja og þyngsta refsingin kallaðist skóggangur. Sá sem var dæmdur skógargangsmaður mátti ekki vera á Íslandi. Ef hann náðist á Íslandi var leyfilegt að drepa hann. Sumir skógarmenn gátu verið frjálsir í útlöndum, aðrir voru réttdræpir þar líka. Það var ekki fyrr en mörgum öldum seinna sem farið var að dæma menn í kostnaðarsama fangelsisvist.
Skógargangur, fjörbaugsgarður og fjársektir var íslensk refsing sem beitt var á þjóðveldisöld. Það má kannski segja að enn séu til íslendingar á erlendri grund, sem ekki hafa haft efni eða geð til að greiða fjársektir hrunsins, sem kallast gætu fjörbaugsmenn jafnvel skógarmenn.
Finna má eftirfarandi erindi í hinum fornu landslögum Grágáss; "Ef maður gefur manni nafn annað en eigið, varðar það fjörbaugsgarði ef hann vill reiðast við. Svo ef maður reiðir aukanefni til háðungar honum." Þannig að ekki væri rétt af mér að hafa frekari orð en þegar hafa verið látin falla á þessari bloggsíðu í gegnum árin um þær orsakir sem urðu til að ég varð af þremur árum á landinu bláa.
Árið 2014 var árið sem fjörbaugsvistinni á 69°N lauk og ekki hægt að segja annað en að lífið hafi leikið við mig síðan. Í lok febrúar s.l. lauk ég störfum hjá hinu ágæta fyrirtæki AS Murbygg í Hálogalandi og hóf störf hjá Múrverktökum Austurlands í heimahögunum sem kenndir eru við landsfjóirðung drekans. Það er ekki hægt að segja annað en að móttökurnar hafi verið frábærar, þvílíkt ár, auk flísa tóm steypa. Hér má sjá myndir af sæluni.
Sumarið 2014 notuðum við Matthildur svo til að njóta frelsisins í botn og þvælast um landið bláa á þann hátt sem við höfðum ekki gert áður, þ.e. í fótsporum túrista. Það var eins og mig grunaði í fjörbaugsvistinni að við búum í flottasta landi í heimi jafnvel þó það sé töff.
Ég óska lesendum þessrar síðu farsæls komandi árs og friðar.
kreppan | Breytt 27.2.2019 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2014 | 18:58
Vetrarsólstöður.
Í dag eru vetrarsólstöður á norðurhveli, sem er sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug til suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní um sumar 20.-23. desember um vetur. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stytstur. Nafnið sólstöður mun vísa til þess að sólin stendur kyrr, hættir að hækka eða lækka á lofti.
Þó svo skammdegið sé oft erfiður tími þá er það sá tími maður kemst einna næst kjarnanum. Það er eitthvað í skammdegisskímuni sem gerir það að verkum að hægt er að komast nær sjálfinu.
Það er í raun ekki undarlegt að nútíminn leggi talsvert á sig til að forða fólki frá skammdegisþunglindinu með því að flestar tímasetningar gangi út á að hlutirnir klárist fyrir jól. Því það er stórvarasamt fyrir hagvöxtinn ef fólk kemst á snoður um hvers það raunverulega þarfnast.
Það er ekkert eðlilegra en að það dragi úr lífsorkunni í skammdeginu og fólk leiti inn á við, það gera dýr merkurinnar og sum grafa sig í hýði til að hvílast þennan tíma sem náttúran sefur. Þetta ætti því að vera sá tími sem fólk hefur það rólegt.
Á forsögulegum tíma er talið að byggð hafi verið sérstök steinbirgi víða um heim sem fólk gat setið inn í við flökt skammdegisbirtunnar og hugleitt.
Með því að snúa opinu á birgunum í átt að sólinni þar sem hún var í hádegisstað mátti svo sjá hvernig hún hækkaði um hænufet eftir vetrarsólstöður og ljósið var komið á sigurbraut.
Á videoini hér að neðan má sjá hvernig vetrarsólstöðurnar voru á Egilsstöðum í dag eins eru innanum skammdegismyndir frá því núna í desember.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2014 | 22:31
The connected universe.
Dægurmál | Breytt 21.12.2014 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2014 | 09:12
Bera.
Það að íslenska Grýla sé Keltneskt ættuð tröllkona er skemtileg tilgáta og ekki ósennileg. Nafnið Cailleach Bhéara eða Cailleach Beur benda til að hún hafi átt sér nöfnuna Beru á Íslandi, þó svo tilgáta sé um að nafnið Bera sé afbrygði af nafninu Birna.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar era saga af því hvers vegna einn austfjarðanna heitir Berufjörður. Sú saga ber þess merki að þar gætu hafa verið tröll á ferð um fjöll.
Berufjörður dregur nafn sitt af Beru sem bjó í Berufirði. Bera var auðug af gangandi fé og sjást enn kvíatóftir hennar í túninu á Berufirði; tóftin er fjórðungur úr dagsláttu og er kölluð Berukví. Sóti hét bóndi Beru.
Einu sinni fóru þau að heimboði upp í Breiðdal, en á heimleiðinni villtust þau á fjallinu og margt manna með þeim. Veður var svo illt að allir förunautar þeirra dóu á hjalla þeim sem síðan er kallaður Mannabeinahjalli.
Þau héldu nú áfram tvö ein og urðu loks aðskila á fjallinu. Sóti komst rétt á móts við bæinn í Berufirði og þrammaði þar fram af fjallinu sem heitir Sótabotnsbrún. Af því beið hann bana og er þar dys hans í Sótabotni.
Bera lét hest sinn og hund ráða förinni eftir það hún var ein orðin og vissi hún eigi fyrr en hesturinn fór inn í hesthúsið í Berufirði. Var þá svo mikil ferð á hestinum að hún skall aftur af honum og rotaðist. Hún er heygð í Beruhóli, en sá hóll stendur fram undan bænum í Berufirði.
![]() |
Er Grýla keltnesk gyðja? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.1.2017 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2014 | 17:32
Afnemið verðtrygginguna.
Ef verðtryggingin er afnumin og lánastofnanir telja sig þurfa að hækka óverðtryggða vexti til að mæta því, þá blasir það við að þær þurfa jafngildi dráttarvaxta af öllum húsnæðislánum.
Það höfðu fáir ímyndunarafl til að sjá það fyrir að það þyrfti að borga fasteignalán 4 sinnum til baka hvað þá 9 sinnum. En eftir að reiknivélarna komu hafa almennir lántakar eitthvað annað að miða við en 0% og þá blasir glæpurinn við, en þetta vissu nátúrulega alltaf þeir sem settu upp svikamylluna.
![]() |
Fásinna að miða við annað en 0% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 3.4.2016 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)