Færsluflokkur: Fjármál

Sjálfvirk tortíming.

Það er athyglisvert að bera saman sýn Joseph Stiglitz og Jóhannesar Björns á aðkomu AGS í íslenskt efnahagslíf.  Jóhannes hefur haldið úti síðunni www.vald.org til margra ára og hefur reynst sannspár á þróun efnahagsmála í heiminum. 

Jóhannes Björn birti eftirfarandi grein á síðu sinni í dag;

Landshöfðingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi getur slakað á því eyðilegging hagkerfisins er komin í fastann farveg og kerfið sér sjálft um að koma auðlindum landsins á brunaútsölu. Vinnubrögð AGS koma ekkert á óvart-stofnunin hefur endurtekið þennan leik út um allan heim í marga áratugi-en vanhæfni íslenskra stjórnvalda virðist vera furðu takmarkalaus.

Nýi kommissarinn á svörtuloftum er bókstaftrúarmaður sem dýrkar hagfræðikenningar sem aldrei hafa skilað árangri í okkar litla hagkerfi. Þetta er gamla geðveikin sem Einstein lýsti, að endurtaka sömu mistökin í sífellu en búast í hvert skipti við nýjum árangri. Fljótandi dvergkróna, okurvextir, óréttlát verðtrygging og ólögleg gjaldeyristrygging lána-öll þessi mistök eru tilvísun á algjört hrun.

Fljótandi dvergkróna hefur aldrei staðist, enda hefur gengi hennar alltaf verið úti í hött. Stundum allt of hátt og núna of lágt. Íslensku bankarnir gátu meira að segja spilað fram og til baka með krónuna 2008. Hvað geta þá alvöru peningastofnanir úti í heimi gert krónunni ef svo ber undir? Það verður að koma í veg fyrir þessa spákaupmennsku og  miða gengi krónunnar við körfu helstu gjaldmiðla. Þetta gera Kínverjar og þeir voru eina Asíuríkið sem slapp algjörlega við hrunið 1997 (sem fjármagnsfyrirtæki settu á svið) og þessi gengisstefna hefur reynst þeim vel í kreppunni sem nú gengur yfir.

Íslenskir stýrivextir eru hrein truflun. Þótt ekkert annað bjátaði á þá myndu þeir einir nægja til þess að kollvarpa hagkerfinu. Það er ekki hægt að reka neina atvinnustarfsemi af einhverju viti ef yfir þriðjungur veltunnar fer í að borga okurvexti. Menn sem eru aldir upp í vernduðu umhverfi innan veggja ríkisstofnanna skilja þetta kannski ekki, en þeir sem stunda einhvern rekstur verða að lifa við þessa martröð á hverjum degi.

Verðtrygging lána er eitthvert mesta glapræði seinni tíma. Á áratugunum fyrir 1980 ríkti algjör óstjórn á íslenskum fjármálamarkaði. Verðbólgan æddi áfram og ráðamenn annað hvort ekki skildu hvað var að gerast eða vildu ekki skilja það. Í staðinn fyrir að beita raunhæfum lausnum, t.d. draga úr útlánum bankanna með hærri bindiskyldu, þá var kerfið sett á sjálfstýringu með verðtryggingunni. Þetta var taktísk viðurkenning valdamanna á þeirri staðreynd að þeir kunnu ekki að stjórna hagkerfinu.

Verðtryggingin er ólögleg að því leyti að hún er ekki í anda eðlilegra viðskiptahátta. Hvernig getur það staðist að aðeins annar aðilinn taki alla áhættu af öllu sem kann að fara úrskeiðis í framtíðinni? Það er líka grátbroslegt að sama bankakerfi og rústaði landinu ber ábyrgð á því að verðtryggð lán hafa stórhækkað. Og nú heimtar þetta sama kerfi að fólk ekki aðeins borgi okrið heldur haldi áfram að borga af lánum af húsnæði sem það er búið að missa. Þetta er einhver hroðalegasta ósvífni allra tíma.

Meingallaða kerfi-fljótandi gengi, okurvextir og arfavitlaus verðtrygging lána-gerir starf AGS-að rústa velferðarkerfinu og hleypa erlendu fjármagni í allt bitastætt-auðvelt.

  • Við fáum stór erlend gjaldeyrislán sem að miklum hluta verður sóað í að "verja" krónuna, nokkuð sem þyrfti ekki að gera ef gengið er fest. Það er alveg eins hægt að fleygja þessum gjaldeyri á öskuhaugana.
  • Við verðum neydd til þess að standa við óraunhæfar skuldbindingar. Til þess að geta staðið í skilum þá verðum við að selja auðlindir landsins í vaxandi mæli. Þetta er byrjað og eykst í rólegheitum.
  • Draumur AGS um niðurskurð á félagslegri þjónustu rætist. Þessi þáttur nálgast þráhyggju hjá stofnuninni og er alltaf settur á oddinn. Þótt AGS hafi þurft að biðjast afsökunar eftir að hafa rústað kerfinu í S-Kóreu 1997 þá bendir ekkert til þess að hatur sjóðsins á félagskerfinu hafið nokkuð dvínað.
  • Þúsundir einstaklinga sem þjóðin hefur kosta til mennta flýr land.

Ef stjórnvöld halda áfram á sömu braut þá blasir allt annað og verra Ísland við okkur eftir nokkur ár. Okurvextir, óraunhæfar afborganir af erlendum skuldbindingum og atvinnuleysi eiga eftir að orsaka enn frekari gjaldþrot og meiri erfiðleika. Þetta er óþolandi vítahringur og þróun sem ber að stöðva.

Það verður að höggva á hnútinn. Afnema verðtrygginguna, festa krónuna og lækka stýrivexti niður í 2%. Með því að festa krónuna spörum við gjaldeyri og verjum hagkerfið fyrir erlendum spákaupmönnum. Það er líka nokkuð ljóst að verðtrygging lána og okurvextir eru helstu orsakir þrálátrar verðbólgu.

Tökum þetta kerfi úr sambandi og sjáum hver staðan verður eftir nokkra mánuði. Við höfum engu að tapa því kerfið er ónothæft í sinni núverandi mynd.


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærisins er sárt saknað í kosningaloforðum flokkanna.

 Þjóðráð

Nú þegar kosningar eru á næsta leiti eru kosningaloforð flokkanna fremur rýr til handa heimilunum og snúast mest um það hversu harkalega þarf að herða sultarólina næstu árin.  Undanfarnar kosningar, svo langt sem ég man, hefur dropið hunang af hverju strái í aðdraganda kosninga en nú ber svo við að allir flokka boða svartnættið eitt.  Því meira svartnætti því trúverðugri eru framboðin.

 

Þess vegna ætla ég að setja hér fram nokkur hagnýt ráð í svartnættinu til þeirra sem hafa áhuga á að komast af en sjá ekki nákvæmlega fyrir sér hvernig það á að gerast.  Sum þessara ráða eru reyndar þjóðráð og alveg óskiljanlegt að pólitíkusarnir skuli ekki hafa tekið þau upp í sínum stefnuskrám. 

 

En þar sannast hið fornkveðna "stjórnmálamenn leysa engan vanda, það eru þeir þeir sem búa hann til.  Þeir glíma því stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra, því þá kæmi það í ljós að þeir væru óþarfir. Það er nefnilega fólkið og tækni þess sem leysir vandamálin."

tree climbing goats

 

Hér koma nokkur þjóðráð sem ég sakna úr stefnuskrám stjórnmálaflokkanna:

  1. Fáðu þér landnámshænur, það má gefa þeim matarleifar og annan úrgang sem annars færi í ruslið, í staðinn færðu egg og blómaáburð.  Það eru ekki mörg ár síðan að það mátti fá landnámshænuna frítt frá Landnámshænsnafélaginu því stofninn er í útrýmingarhættu. Þetta eru lítil og sæt grey sem mætti hafa á svölunum.
  2. Íslenska geitin er falin auðlind.  Hún hefur það umfram landnámshænuna sem má fá frítt, að ríkið greiðir með henni.  Geitin gefur af sér margt af því sem heimilið þarfnast s.s. ull, mjólk og kjöt.  Ef þú býrð í þéttbýli geturðu t.d. haft geiturnar í bandi og leigt þær út sem sláttuvélar eða sem gæludýr þær gætu m.a. orðið hrókur alls fagnaðar í barnaafmælum.
  3. Útvegaðu þér kartöflugarð, það er ekki svo auðvelt að verða sér út um tífalda ávöxtun nú til dags en það má hæglega ná henni í kartöflurækt.  Auk þess má auðveldlega rækta rófur og gulrætur samhliða.
  4. Steinhættu að borga af lánunum ef þú skuldar yfir 50% í húsnæðinu þínu, það er vonlaust að þú náir að kljúfa dæmið.  Nýttu þér frest á nauðungaruppboðum til 31. október og búðu frítt í húsinu á meðan.  Allar líkur eru á bankinn kom þá til með að ganga á eftir þér með grasið í skónum og grátbiðja þig um að vera áfram í húsinu gegn vægu gjaldi, þó það væri ekki til annars en að kynda það.
  5. Vertu þér út um vin sem á trillu.  Það er virkilega gaman að fara á sjóstöng og færaskak bæði er það afslappandi og frískandi, ekki sakar að fiskur er einn hollasti matur sem völ er á.
  6. Losaðu þig við vinnuna hið snarasta ef þú hefur hana þá ennþá.  Best er að semja við atvinnurekandann um að segja þér upp svo þú getir verið í launuðu fríi í sumar við garðrækt, geitahirðingu og sportveiðar.  Samkvæmt stefnuskrá sigurstranglegustu stjórnmálaflokkanna er sá maður sem hefur atvinnu í djúpum skít.  Honum er ætluð greiðsluaðlögun skulda í hlutfalli við ráðstöfunartekjur auk þess sem skattahækkanir munu snúa út úr honum stærri hlut tekna en áður hefur þekkst, þannig að það gæti þýtt líf við hungurmörk.
  7. Lærðu að prjónaog sittu fyrir erlendum ferðamönnum með prjónaskapinn. Fyrir lopapeysu sem hægt var að fá € 90 (kr.9.500) í fyrra ætti að vera hægt að fá € 90 (kr.15.000) núna rúmlega 50% hækkun. Býður einhver betur.

 

Láttu þér ekki detta í hug eitt augnblik að taka þátt í að borga það sem stjórnmálamennirnir eru svo hátíðlegir að kalla núna fyrir kosningar, skuldir "þjóðarbúsins" og ætla ásamt IMF að láta almenning greiða í gegnum skatta og niðurskurð velferðakerfisins.  Láttu bankana, toppanna í þjóðfélaginu og stjórnmálamennina um þær "þjóðarskuldir", það er komið að þeim að  þrífa skítinn upp eftir sig. 

 

Nú er komið að þér að njóta allsnægta lífsins.  Snúðu þér að því sem þig hefur alltaf langað til að gera, nýttu þér þau þjóðráð sem til þess þarf.  Meðan það eru ekki betri kosningaloforð í boði hjá stjórnmálaflokkunum verðurðu bara láta þér nægja loforðinn frá því fyrir kosningarnar 2007 enda eru þau í fullu gildi í tvö ár í viðbót.

 

Ef þú átt fleiri þjóðráð liggðu þá ekki á liði þínu því þjóðin þarfnast þeirra.

 

www.islenskarhaenur.is/haenaifostur.html

Landnámshænur


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta algjörir hálfvitar?

Ef röksemdarfærslur hagfræðinga Seðlabankans fram að þessu, ættu við rök að styðjast þá hefðu stýrivextirnir átt að lækka um 10-15%.  Ef stýrivöxtunum var ætlað að slá á verðbólgu þá eru engin rök fyrir þeim í dag.  Reyndar má færa til þess gild rök að þeir ýti undir verðbólgu eins og staðan er í efnahagsmálum.

 

Ef stýrivöxtunum ásamt gjaldeyrishöftum er ætlað að styrkja krónuna þá hefur það mistekist. Ríki sem gengur svo langt í gjaldeyrishöftum að það neitar að taka við eigin gjaldmiðli sem greiðslu fyrir útflutningsvörur sínar, getur varla verið alvara með styrkja gengi og að byggja upp trúverðugleika gjaldmiðils síns.

 

En eru þetta þá algjörir hálfvitar? Nei það er íslenskum almenningi og fyrirtækjum sem er ætlað það hlutverk.  Þessari hagstjórn er ætlað að greiða jökla og krónubréfaeigendum góða ávöxtun. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt það undanfarið hálft ár að þeir eru annað hvort óttaslegnir og ráðvilltir eða að þeim líkar vel hrósyrðin frá IMF. Á meðan íslenskum almenningi og fyrirtækum blæðir fyrir mestu hagstjórnarmistök sögunnar er boðið upp á sömu gömlu loftbólu hagfræðina í ýktari mynd en nokkru sinni fyrr, af sömu aðilum.

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningakerfið, heimurinn og við.

 

Hin flókna staða efnahagsmála sem haldið er að okkur í fjölmiðlum getur í raun verið mjög einföld. Okkur eru einfaldlega lánaðir peningar sem eru ekki til í öðru formi en tölur í tölvukerfum bankanna.  Síðan eru innheimtir vextir af þessum tölum og krafist endurgreiðslu á höfuðstól ásamt áföllnum vöxtum í gegnum vinuframlag skuldarans.  Vinnuframlagið sem fer í að greiða vextina er ekkert annað en vinna sem okkur er ætlað að láta endurgjaldslaust af hendi vegna höfuðstólsins.  En það sem meira er að 90% af höfuðstólnum var aldrei til sem áþreifanleg veðmæti.

 

Með þeim hræringum sem nú ganga yfir heiminn hefur jafnvæginu verið raskað enn frekar og það kallað kreppa.  Því ætti að trúa varlega að hér sé um slys að ræða, mun líklegra er að um vandlega skipulagða atburði sé að ræða þegar kreppa verður til án breytinga á ytri aðstæðum s.s. náttúruhamfara.  Í raun eru þær aðgerðir sem stjórnvöld víða um heim standa að til þess eins ætluð að hækka höfuðstól skuldanna enn frekar, sem þegnunum er síðan ætlað að greiða í formi vaxta og skatta.

Með því að hækka höfuðstól skuldanna hefur samningurinn milli almennings og fjármálakerfisins verið rofin enn eina ferðina.  Ríkin gætu allt eins prentað sína eigin pening og verð frjálst frá þessu uppgýraða fjármálakerfi alheimsvæðingarinnar ef þau vilja gæta hagsmuna sinna þegna.  Höfum í huga að það er verið að tala um að fjármálakerfi heimsins hafi verið gýrað upp margfalt á við það sem áður hefur þekkst.  Það er verið að innheimta vexti af peningum sem voru ekki til í yfir 90% tilvika og nú á að fá almenning til að samþykkja að þetta hafa verið raunveruleg verðmæti.  Hin raunverulegu veðmætin urðu til vegna hugvits og vinnusemi fólksins, þessi verðmæti þykjast lánastofnanir nú geta gert tilkall til vega talna sem þeir hafa skráð í tölvukerfi sín sem skuldir.  

 

Því er haldið fram að gráðugir bónusar bankastjóra, forstjóra og útrásarvíkinga hafi hrint þessari atburðarás af stað og almenningur verði að bera ábyrgð á því að nú sé komið að skuldardögum.  Það er blekking að siðspilltir bankastjórar, forstjórar og útrásarvíkingar eigi alla þá peninga sem þeir eru sagðir eiga í skattaskjólum og víðar.  Blekkingin gengur út á það að fá almenning til að trú að þetta talnaverk standist, það sé almenningi fyrir bestu að svo sé og í staðin munu leiðtogar heimsins endurbæta peningakerfið með fullkomnari eftirliti, svo atburðir á við þessa geti ekki gerast aftur.

En hvað hefur tapast kreppunni til þessa?  Enn sem komið er búum við í góðum húsum, höfum nóg að borða og hagfræðingarnir birtast reglulega í nýju Armani jakkafötunum á sömu sjónvarpsstöðvunum til þess að skýra það út fyrir okkur hvað við séum í rosalega vondum málum.  Í stað þess að sýna meðvirkni með þessu kerfi ætti almenningur að standa saman um að halda í heimilin, verða sjálfbjarga með mat, eiga viðskipti hvert við annað  fram hjá þessu spillta peningakerfi.  Kreppan bítur  fyrst þegar við höfum gengist við ábyrgðinni á þessum uppgýruðu skuldum.

 

Við Íslendingar búum við matarkistur sem gætu gagnast fleirum en okkur, við búum við orkuauðlindir, hreint vatn, hita, gott húsnæði og nýjasta bílaflota í heimi, hvers vegna eigum við þá að vera  meðvirk alheimsvæðingu peningakerfisins s.s. AGS, ESB með upptöku Evru eða Dollars svo eitthvað af hagfræðisúpunni sé nefnt. Hvers vegna ekki að notast þess í stað eigin gjaldmiðla og leifa tölunum að vera áfram í tölvukerfunum, þeir meiga eiga skuldirnar sem bjuggu  þær til.  Við ættum ekki að borga einhliða hækkanir og vexti af þeim.  Það var ekkert samkomulag gert við almenning um slíkt.

 

Í stað þess ættum við að gangast fram í að gera þennan heim að þeirri paradís sem hann í raun er, viðurkenna hve sérstök við erum hvert og eitt.  Láta þá sérstöðu í ljós og lifa í fullkomnu samræmi við okkur sjálf.  Því eins og Jesú spurði "Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en tína eða fyrirgjöra sjálfum sér?". Við þurfum að losa okkur við þessa fásinnu peningakerfisins og hætta að láta hana ráða lífi okkar. 

Við þurfum virða rétt okkar til sérstöðu og tjá hana, jafnframt því að virða rétt annarra til sérstöðu og rétt þeirra til að láta hana í ljós, í þriðja lagi neyða ekki trúarbrögðum okkar og skoðunum upp á aðra.   Með þessu getum við losað þá orku sem heldur okkur í þrælabúðum óttans og notað hana til að vinna að því sem við raunverulega þráum.

http://thecrowhouse.com/aw1.html


mbl.is Viðræðurnar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að afnema skylduaðild að lífeyrissjóðum.

Money from Heven

Þeir eru að smá koma með tölurnar gæsluaðilar lögbundna sparnaðarins og má vera nokkuð ljóst að lífeyrissjóðirnir eiga eftir að sína mun verri tölur en þessar.  Okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna sem skyldusparnað til lífeyrissjóða.  Það má seta stórt spurningarmerki við það hvort ekki sé orðið tímabært að afnema þennan lögbundna skyldusparnað sem virðist snúast upp í andhverfu sína með reglulegu millibili.

 

Minn lögbundni sparnaðar var í Íslenska lífeyrissjóðnum.  Ávaxtaður í LÍF VI þar sem einungis áttu að vera ríkisskuldabréf og aðrir skotheldir pappírar.  Þessi LÍF VI leið var ætluð fyrir 65 og þá sem ekki vilja taka áhættu enda ávöxtunin lág og örugg nánast verðtryggð.   

 

Ég fékk bréf frá ÍL í desember þá var tilkynnt um 21% tap á LÍF VI sem er öruggasta leiðin, ríkisskuldabréf og verðtrygging.  Í bréfinu sagði að ótrúleg atburðarás í kjölfar setningar neyðarlaganna 6. október hefði orsakað tapið (sem er nú reyndar nær 30% í raun).  Þeir höfðu gert þau mannlegu mistök að fjárfest í skuldabréfum bankanna og smávegis í Samson og Baugi.

 

Ég er ekki viss um að almennur launamaður sé nógu meðvitaður um að þetta eru 12% sem hann er skildaður til að láta renna til lífeyrissjóða, vegna þess að það eru aðeins 4% sem koma fram á launaseðlinum, hin 8% heita hinu fáránlega nafni mótframlag vinnuveitenda.

 

Minn frjálsa sparnað hafði ég frá 2004 talið best varðveittan á gjaldeyrissreikningum, ég hafði ekki það fjármálavit að hefja stórtækar lántökur í þeim tilgangi að taka stöðu með krónunni á sama tíma og ég taldi að sparnaðurinn yrði best geymdur í erlendri mynt.  Því fór sem fór raun ávöxtunin á minn litla frálsa sparnað varð 60-70%.  Ég hef alltaf verið á því að ég eigi að fá að ávaxta sjálfur  þessi 12% sem lög skylda mig til að láta renna til lífeyrisjóðs.


mbl.is Lífeyrisréttindi skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leggja til hliðar.

Það getur virst vera tímaskekkja að íhuga að koma sér upp varasjóð á þessum tímum kreppu og botnlausra skuldsetningar.  En sennilega er aldrei eins mikil ástæða til að hefja það ferli eins og á þessum tímum.  Þær eru margar aðferðirnar sem má nota til að ná árangri á þeirri vegferð.  Ein sú allra árangursríkasta er sú að vera sjálfum sér nógur á sem flestan hátt.  Það að hafa landskika til umráða getur séð fyrir kartöflum og grænmeti, það að hafa aðgang að bát getur orðið til þess að fiskur verður á borðum eða hreinlega það að hafa tíma til að skipta á vinnuframlagi við þann sem hefur það til greiðslu sem þér gagnast.

 

Að skammta tíma og peninga: Fólk sem hefur náð árangri þekkir sjálft
sig, ekki eins og það heldur að það sé, heldur eins og venjur 
hafa mótað það. Notkun tíma og peninga eru mikilvægustu venjurnar.
 

Takmarkanir byggðar á vana, svo gæti átt við þegar maður telur sér ekki fært að hefja reglubundinn sparnað.  Það er alltaf hægt að byrja á reglubundnum sparnaði.  Það þarf ekki að veru um stórar upphæðir að ræða í hvert skipti heldur að venja sig á að leggja til hliðar reglulega "því safnast þegar saman kemur".

 

Tvær góðar ástæður fyrir því að leggja til hliðar.

  1. Til að mæta óvæntum kostnaði.
  2. Þegar tækifæri kemur upp, er gott að eiga varasjóð svo hægt sé að grípa það.

 

Með því að venja sig á sparnað öðlast maður frelsi.  Skuldugur maður er ekki frjáls.  Skuldugur maður án atvinnu og sparifjár, er ver settur en maður í fangelsi.  Skuldlaus maður sem á sparifé er frjáls sem fuglinn.

 

Þó svo maður skuldi er nauðsynlegt að koma sér upp sparifé, til að mæta áföllum eða til að grípa tækifæri.  Skuldir er gott að losna sem fyrst við en ekki alfarið á kostnað sparnaðar.  Skuldir ber að greiða niður með reglulegum afborgunum eins verður sparifé til með markvissum sparnaði, sem má jafnvel nota til að losna við skuldir á einhverjum tímapunkti.

 

Lukas 16.9  Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir.

 


Réttur okkar til ríkidæmis.

Réttur okkar til  að verða rík er óumdeilanlegur, því án peninga reynist okkur erfitt að láta okkar einstæðu hæfileika koma í ljós, til góðs fyrir okkur og samfélagið.  Þess vegna skulum við aldrei véfenga þennan rétt.  Þessi réttur er sama eðlis fyrir okkur og blómin sem vaxa frá því að vera fræ til þess að blómstra sínu fegursta, á sama hátt og blómið á rétt eigum viðrétt á láta okkar hæfileika njóta sín, og eins og blómið vex í gjöfulum jarðvegi þurfum við að njóta velsældar sem hjálpar til að draga fram okkar hæfileika.  Allt hefur tilhneigingu til að vaxa og stækka þannig er lífið, gerum okkur því ekki það að sækjast eftir litlu.  Því þeir sem hafa ekki næga peninga verða af því að upplifa mikið af því sem hæfileikar þeirra hafa að bjóða. 

Velgengni í lífinu felst í því að upplifa það sem við viljum  verða og því getum við einungis náð með því að hafa peninga sem greiða okkur götuna að þeim markmiðum sem við þráum.  Til að skilja réttinn til að vera rík verðum við að losa okkur við hugmyndir um að það sé eitthvað rangt við það.  Óskin um að vera rík er sama eðlis og tilgangur alls lífs um að vaxa og bera ávöxt, hún er eðlileg.  Þeir sem telja sér trú um að þeir þurfi ekki að verða ríkir og geti verið án þeirra lífsgæða sem þeir þrá eru úr takt við gróanda lífsins.

Þau er þrjú sviðin sem við lifum á; sálin, hugurinn og líkaminn.  Ekkert þessara sviða er öðru æðra og getur án hinna verið, að lifa einungis fyrir andann gengur ekki frekar en að lifa einungis fyrir líkamann eða hugann, fullkominn samhljómur er það sem gefur mesta lífsfyllingu.  Ef eitthvað þessara sviða er vannært getum við ekki látið hæfileika okkar blómstra.  Við getum ekki lifað góðu líkamlegu lífi án heilsusamleg fæðis, þægilegs klæðnaðar, góðs húsnæðis osfv..  Eins getum við ekki uppfyllt óskir hugans án þessa að hafa frjálsan aðgang að upplýsingum, góðar bækur og tíma til að lesa þær, eða án þess að hafa tækifæri og tíma til að ferðast osfv..  Til að gleðja sálina verðum við að eiga ást og til að láta hana í ljós verðum við að hafa eitthvað að gefa þeim sem okkur þykir vænt um, þeir sem hafa ekkert að gefa geta ekki uppfyllt skyldur sínar sem foreldrar, vinir, góðir þjóðfélagsþegnar osfv..  Það er miklu leiti í gegnum hin efnislegu gæði sem við upplifum drauma okkar.  Það er því fullkomlega eðlilegt að þrá það að vera ríkur, því það er í samræmi við gróanda lífsins og tilgang þinn við Guð og samfélagið.

Það er til óbrigðul aðferð til að njóta velsældar sem lítur stærðfræðilegu lögmáli, hugsum út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í hugum okkar.    

Auðlegð er afrakstur vinnusemi, peningar eiga að vera afleiðing ekki orsök, þeir eiga að vera þjónn ekki húsbóndi.  Peningar ættu því að vera drifkraftur en ekki lokatakmark, heldur skiptimynt fyrir annað og meira.

 

 

 


Nýja hagkerfið / gamla hagkefið.

    IMG_4350

 

Sennilega er svo nú komið að grípa verður, til um einhvern tíma, gamalla hagfræði aðferða og kemur þá Djúpavogs hagkerfið upp í hugann. 

 

Þegar hrun varð í síldveiðum á sjöunda áratugnum lentu atvinnufyrirtækin (kaupfélagið, útgerð og fiskvinnsla) á Djúpavogi í miklum erfiðleikum vegna bræðslu sem byggð var rétt fyrir hrunið og stóð tekjulaus í skuld.  Peningaleysi var það mikið á staðnum að ekki var hægt að borga út laun.  Gjaldþrot kaupfélaga tíðkuðust hreinlega ekki á þeim árum frekar en ríkja.  Þar sem fyrirtæki staðarins voru að mestu á sömu hendi þ.e. kaupfélagsins fékk fólkið skrifað í kaupfélaginu og átti það að vera á móti vangoldnum launum. 

 

Ókosturinn við þetta kerfi var fólk sem fékk skrifað í kaupfélaginu en sá ekki ástæðu til að mæta til stopullar vinnu sem ekki var borguð í peningum og þegar þrír veglegustu leikfangabílarnir hurfu þannig úr hillum kaupfélagsins skömmu fyrir jól sáu menn að svona gat þetta ekki gengið.  Til að koma í veg fyrir svona uppákomur voru prentaðir númeraðir úttektarseðlar með upphæð til að deila út við launauppgjör, sem sagt Djúpavogspeningar. Þessi gjaldmiðill reyndist að mörgu leiti, ágætlega enda þurftu fólk yfirleitt ekki á því að halda sem ekki fékkst í kaupfélaginu. 

Einn stór galli var þó á þessum gjaldmiðli hann var sá að ekki var hægt að leysa út póstkröfur frá ÁTVR en það var nánast það eina sem fólk gat hugsanlega þarfnast, en kaupfélagið ekki útvegað.  Gjaldkeri kaupfélagsins var samt nokkuð pössunarsamur á að eiga til íslenskar krónur til koma í veg fyrir að þesskonar gjaldeyrisþurrð illi óróa í plássinu og ef svo bar undir gat eldra fólk átt blómleg gjaldeyrisviðskipti með ellistyrkinn sinn og var það sennilega besti mælikvarðinn á raungengi Djúpavogsgjaldmiðilsins. 

Það sem varð hagkerfi þessu að falli má segja að hafi verið einkavæðingin eða réttara sagt þeirra aðila sem stóð í verslun á staðnum og ekki gátu beygt sig undir alræði kaupfélagsins, því þeir urðu alfarið að treysta á aðkomu og ferðamenn, því að taka Djúpavogspeninga sem greiðslu var bein ávísun á gjaldþrot.  Eins var því sem næst útilokað fyrir íbúana að nota þennan gjaldmiðil utan Djúpavogs.

Hvort sú framtíð sem blasir við íslendingum verður eitthvað þessu lík er ekki gott að sjá en ef svo er þá er bara að hafa gaman af því og líta á björtu hliðarnar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband