Var Kólumbus sömu ættar og Íslendingar?

Sú saga hefur lengi verið á kreiki að Kristófer Kólumbus hafi komið til Íslands áður en hann rambaði á Ameríku. Vísindavefurinn hafnar þessum sögusögnum nánast sem innistæðulausu þrugli. Svo er aðrir sem telja að til séu skjalfestar heimildir fyrri því að Kólumbus hafi komið í aðdraganda Ameríku uppgötvunar sinnar.

Í Velvakanda Morgunnblaðsins 1974 skrifar Skúli nokkur Ólafsson athygliverða grein um aðdraganda Ameríkufundar Kólumbusar og rökstyður hvað hann telur sannast hvað þetta varðar.

Ég fékk ábendingu um þessa grein fyrir nokkrum vikum síðan og þótti hún benda á stórmerkilega sögu, sem talsvert er til í, þó svo að Kólumbus sé látin liggja á milli hluta.

Ég hef samt ekki, þrátt fyrir eftirgrennslan, komist að því hver Skúli Ólafsson er eða hvort hann hafi látið fleira frá sér fara sem komist hefur á prent. Kannski þekkir það einhver sem þetta les?

- 0 - 0 - 0 - 0 - 0 - 0 -

 Kólumbus hinn norræni

Suðurgöngur til Rómaborgar og Jerúsalem Vesturlanda (Santiago de Compostella á N—V Spáni voru mjög algengar m.a. sem aflausn fyrir brot. Þegar páfastóll var fluttur frá Róm í byrjun 14. aldar og leiðin lokaðist til landsins helga, óx straumur pílagríma til Compostellu m.a. frá Norðurl.

Konungsstjórn lauk í Noregi 1384, þá fór Ólafur konungur, sonur Margrétar drottningar til Danmerkur. Hirðin i Noregi varð að draga saman seglin, m.a. var sent skip til Íslands með nær níu tugum manna, en það festist í hafís við Austfirði, og fórust allir. Andlát Ólafs konungs 1387 kippti fótunum undan sjálfri hirðinni í Noregi.

Margir ráðamenn úr Björgvin eru komnir til Rómar 1388 og falla þar í ófriði, sem Napólímenn gerðu á hið endurreista páfariki í Róm (endurreist 1378 i óþökk Frakka, Napólí o.fl. Verzlun dróst svo saman í Noregi, að til Íslands komu 11 skip, en 3 voru fyrir. Meira vín kom til Íslands, en menn mundu fyrr.

Björgvin var rænd 1393 af þýzkum málaliðum Albrikts Svíakonungs, sem þá var i fangelsi I Danmörk. Það, sem hinir þýzku komust ekki með frá Björgvin, sökktu þeir i sjávardjúp, en höfðu brottu skip og akkeri. Eftir ránin i Björgvin komu fjögur skip til Íslands 1393, eitt í Tálknafjörð, þ.e. Cristóforussúðin og er Kraki þar formaður.

Maður með sama nafni er trúnaðarmaður Oddaverja 1259. Halldór Cristóforusson mun einnig hafa komið út að Cristóforussúðinni, en öll skipshöfnin tók þátt i aðför að Birni Einarssyni i Vatnsfirði, sem var talsmaður Margrétar drottningar. Flestir Íslendingar þ.á.m. starfsmenn við hirðina í Noregi, hafa talið Ísland laust allra mála við konungsstjórn, eftir dauða Ólafs (gamli sáttm).

Björn Einarsson kom árið eftir með 100 manna liði vel vopnuðu yfir Glámujökul og fékk sjálfdæmi í máli uppreisnarmanna þ.á m. Halldórs Cristóforussonar, sem hlotið hefur útlegðardóm, en landvist undir konungs miskunn. Halldór hefur verið í vörzlu Bjarnar i Vatnsfirði e.t.v. til 1406, en þá fór Björn og kona hans til Rómar og líklega Halldór með þeim.

Vefnaður á stórbúum eins og Vatnsfirði var í stórum stíl, og hefur Halldóri verið haldið að þvi verki þar. Björn Einarsson, nefndur Jórsalafari, þar sem hann komst til landsins helga á skipi frá Feneyjum, kom frá Grænlandi 1387 eftir 2ja ára dvöl þar. Í þeim leiðangri voru 4 skip og má reikna með að Zeno-bræður hafi verið þar þátttakendur. Þeir voru frá Feneyjum trúlega frændur Carlo Zeno, sem vann stórsigur á flota Genúu 1380.

Leiðin um Miklagarð til Krím var enn lokuð Feneyingum, en Krím var ein mikilvægasta miðstöð fyrir verzlun Feneyinga við Austurlönd. Zeno-bræður hafa átt að kanna norðlægar slóðir i von um að ná sambandi við Krím og Austurlönd framhjá ríki Miklagarðskeisara. Björn hefur trúlega haft samband við Antonio Zeno I Rómarferð sinni (sbr. kort A. Zeno).

Eftir Jórsalaferðina fór Björn til Compostellu og lá þar veikur hálfan mánuð, og þar hefur Halldór Cristóforusson orðið eftir. Dóminico, faðir Cristofóro Colombo var vefari, heitinn eftir spænskum dýrlingi, og synir hans skrifuðust á, eingöngu á spænsku með latínuslettum (mistakes in Latin).

Colombo virðist dregið af Columba dýrling, sem var kunnur á íslandi frá landnámstíð og auk þess var Kolumbamessa 9. júní tiðkuð hér, en Columba var bannfærður og það gat vakið grunsemdir rannsóknarréttarins á Spáni, og orðið til þess, að Dominico Colombo yrði að flýja Spán.

Sögusagnir eru um, að Kolumbus hafi gengið í skóla í Vigo skammt frá Compostellu, en hann fór í siglingar 14 ára gamall. Þegar Kólumbus kemur til Spánar er hann búinn að breyta nafni sínu í Collon (sbr. Kollr, þ.e. Sæmundur fróði, forfaðir Oddaverja) og síðan i Cristobal Cólon til aðlögunar við spænskuna.

Magnús berbeinn og Oddaverjar

Bartholomeusmessa var Oddverjum minnisstæð vegna þess, að Magnús berbeinn konungur, forfaðir þeirra, féll í Ulster á Bartholomessudag 1103 og Hákon Hákonarson, sem einnig taldi sig afkomanda Magnúss berbeins, miðaði herför sína við Bartholomessudag, sjálfsagt i minningu hins mikla herkonungs. Ferdinand, sonur Kólumbusar, aðalheimildarmaður um hann, sagði, að faðir sinn hafi verið af aðalsættum.

Það má til sannsvegar færa ef átt er við Oddaverja afk. Cristoforuss Vilhjálmssonar riddara (d. 1312) og eins fullyrðir Ferdinand, að faðir sinn hafi komið til Íslands (1477) en það draga margir í efa, en hinsvegar kom Halldór Cristóforusson, sem ég tel föðurföður Kólumbusar til Íslands.

Synir Dominico Colombo vefara voru Barthholomeo (1445—1514)?) Diego 1450—, Christofóro 1451—1506. Nöfnin Bartholomeo og Christoforo hafa e.t.v. verið valin til minningar um Oddaverja og Magnús konung berbein, en Diego er nafn aðaldýrlings Spánar, Jakobs postula, sem hvílir i Compostellu.

Ferdinand er heitinn eftir Spánarkonungi. Konungsnöfn voru tíð hjá Oddaverjum, og augljóst er, að Kólumbus hefur í samningum við Spánarkonung viljað fá fulla viðurkenningu sem aðalsmaður, og engu líkara er, en að Kólumbus telji sig vera að semja við jafnréttháa aðila.

Tilefni þessa bréfs

Grein í Mbl. 28/2 er tilefni þessara skrifa. Þar er því haldið fram, að Ísabella og Ferdinand hafi verið vinveitt Gyðingum. Staðreyndin er sú, að allir Gyðingar og Márar voru reknir frá Spáni á stjórnarárum þeirra eða voru brenndir eins og Wiessenthal minntist á. Spánverjar hafa nú gefið málamyndaleyfi fyrir Gyðinga í Tyrklandi til að flytjast til Spánar, en þeir verða að framvisa óyggjandi sönnunargögnum fyrir, að forfeður þeirra hafi verið reknir frá Spáni 1492.

Fæstir Íslendingar, sem eru manna fróðastir í ættfræði, geta lagt fram skjöl um forfeður sina um 1492. Einföldustu staðareyndum er neitað þegar Suðurlandamenn ræða um „fund" Ameríku t.d. Fanfani.

Grænland er landfræðilegur hluti Ameríku eins og eyjar þær, sem Kólumbus sigldi til 1492. Siglingar frá Evrópu (Noregi) til Grænlands stóðu óslitið í 4 aldir 986—1387, en lögðust niður þegar Noregur varð hjálenda Danmerkur 1387.

Margir skipaeigendur ekki síður en ráðamenn úr Björgvin hafa þá flutzt til Suðurlanda, sem voru mönnum kunnugust næst föðurlandinu vegna pílagrímsferða. Compostella á Spáni og einnig Sevilla var Norðmönnum mjög hugstæð þar sem Hákon Hákonarson gifti Kristínu dóttur sína þangað 1257.

Pinzon (Finnsson?) voru kunnir skipstjórar af úthafssiglingum m.a. til Kanaríeyja, Pinzon-bræður lögðu Kólumbusi bæði til skip og reynda sjómenn, að það er mjög athyglisvert, að úthafssiglingar Portúgala og Spánverja hefjast upp úr 1400, eða svo skömmu eftir að Noregur missir sjálfstæði sitt, en frá Noregi einum voru úthafssiglingar fram að 1387.

Ráðamenn úr Björgvin voru margir hverjir athafnasamir útgerðarmenn, komu ekki til Noregs eftir Rómarferð 1388 og þó að sumir hafi fallið í Róm, gat eins verið, að þeir hafi ekki farið heim, eftir að Noregur varð hjálenda Danmerkur.

- 0 - 0 - 0 - 

Svo mörg voru þau orð Skúla Ólafssonar í Velvakanda 4. mars 1974.


Bloggfærslur 16. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband