Fimbulfamb

Nú er baksað við að koma á orkuskorti í landinu með kjaftæði, og byggja húsnæði með handaböndum. Þó svo að allir viti að íslendingar séu ein örfárra þjóða sem framleiða mörgu sinnum meiri orku en þeir þurfa að nota, og það umhverfisvæna eins og þeir kalla hana sem þegar græða á því einu að selja upprunavottorð, -sem er einstakt á meðal þjóða.

Græðgivæðing amlóða án verkvits er komið á það stig að ekki verður hjá því komist að ryðja kontórana, það getur engin borgað fyrir nema brot af vankunnáttunni sem þaðan vellur og húsbyggingar bjarga litlu. Þar eru einfaldlega orðnir of margir í því að fá frábærar hugmyndir við færibandið, en eru algerlega handalausir þegar kemur að því að koma þeim í framkvæmd.

Um þetta vitna m.a. fyrirhuguð brú yfir Fossvog, endalausir sáttmálar vegna nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll á meðan gróðapungar byggja háhýsi fyrir flugbrautarendann, á fótboltavelli sem fékk að vera þar á sínum tíma á öryggissvæðinu. Svo ekki sé talað um Borgarlínu, Sundabraut, Fjarðarheiðargöng, -og bara nefndu það, -hvað þá Þjóðarhöll sem nú er orðin forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.

Þetta er orðin fáviska á sjálfstýringu þar sem fimbulfambandi lið fullt af frábærum hugmyndum flytur inn mállausa niðursetninga í þúsundatali, og lætur sig dreyma um að flytja inn enn fleiri, til að fara illa með í hagnaðarskini og reynir að telja Íslendingum trú um að það sé að vinna bug á orku og íbúðaskorti.

Staðreyndin er að regluverk lobbýista fjórhelsisins leyfir orðið algerlega frjálsan  innflutning á byggingarefni og fólki, sem ætlað er - og býr við - allt aðfarar aðstæður en íslenskar, til að hrófla upp gróða hreysunum út hverju sem er, svo framarlega sem það fylgir ESB regluverki fjórhelsisins.

Og nú þegar þetta vesalings lið er með allt niðrum sig þegar kemur að verkviti og fjármálalæsi þá dettur því helst í hug að ganga lengra í að vinna á CE vottuðu ESB gullhúðununum sínum, sem hafa gert venjulegu fólki í landinu ófært að komast í gegnum regluverkið með hænsnakofa.

Verkleg vankunnátta fimbulfambaranna og óhæft innflutt byggingarefni fyrir íslenskar aðstæður, hefur nú náð þeirri tæknilegu fullkomnun að húsnæði er orðið óíbúðarhæft vegna mygla áður en það kemst í notkun, -og þá dettur vanvitunum helst í hug að fá að möndla kennsluefni fyrir iðnaðarmenn sjálfir.


Bloggfærslur 11. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband