Eignaupptaka í boði ríkissins.

Leiðréttingar verður aldrei of oft krafist því hún er réttlætismál fyrir alla íbúðaeigendur í landinu sem skulduðu vegna íbúðakaupa við hrun. 

Stjórnvöld  hafa tryggt hagsmuni fjármagnseigenda allt að110%.  En af hverju ættu þeir sem skuldar umfram söluverðmæti íbúðar samþykkja þessa klafa á sig og sína fjölskyldu til framtíðar.

Í mörgum tilfellum er betra að láta gera sig gjaldþrota en að taka þátt í vitleysunni sem stjórnvöld og lánastofnanir hafa samið um án aðkomu þeirra sem eiga hagsmuni að gæta.

 

Öllum, jafnvel þeim sem hafa sýnt fyrirhyggju, hafa getað staðið skil á öllum sínum skuldbindingum, er refsað grimmilega með eignaupptöku til handa bönkunum í boði stjórnvalda.

"Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu.

Samkvæmt samkomulaginu þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % af nýju fasteignamati og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti.

Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. 

Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu." 

Væri réttlátt að þriðja fjölskyldan sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa í sama húsi gefi 10 milljónir til bankanna?


mbl.is Krefjast leiðréttinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessar svokölluðu "aðgerðir" stjórnvalda koma ekkert leiðréttingu lána við, enda ekki hugsaðar til þess. Þær voru ætlaðar til hjálpar þeim verst stöddu en hjálpa í raun engum. Bara sú staðreynd ein að í þeim pakka er hvergi talað um "leiðréttingu" heldur "niðurfærslu" eða "afskrif segir til um eðli þeirra. Þessar tillögur voru samdar af lánastofnunum fyrir lánastofnanir. Lánþegum var algerlega haldið utan við það mál.

Leiðrétting verður einungis gerð með þeim hætti að lækka höfuðstól lána um þá hækkun sem varð vegna bankahrunsins. Þeim sem það ekki dugar er hægt að hjálpa með sértækum aðgerðum, en þær koma ekki leiréttingu við.

Þegar bankarnir hrundu tók það stjórnvöld einungis örfáa klukkutíma að tryggja innistæður landsmanna í bönkunum. Ekkert var skoðað þar hvort einhverjir hefðu efni á að tapa þeim eða ekki. Þetta gekk jafnt yfir alla. Krafa HH er að svo verði einnig um skuldir heimilanna!

Gunnar Heiðarsson, 16.1.2011 kl. 12:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar, þetta er hnitmiðuð greining hjá þér.  Aðkoma stjórnvalda hefur engu breytt fyrir skuldara, einungis lagt blessun sína yfir aðgerðaplan bankanna.  Sem gengur út á eignaupptöku hjá almenningi í kjölfar gjaldþrots fjármálkerfisins.

Magnús Sigurðsson, 16.1.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband