Hvers vegna sæstreng til Bretlands?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að orkufyrirtækjunum liggur á að tengjast alþjóðalegu dreifikerfi enda búin að selja upprunaábyrgðir hreinnar orku það grimmt að íslendingar teljast einungis nota tæp 40% hreinnar orku. Það sem upp á vantar telst vera um 37% kol og olía, og 24% kjarnorka.

Þegar upprunaábyrgðir er seldar kemur að skuldadögum, þeir sem nota mengandi orkugjafa verða látnir borga fyrir mengunina, í þessu tilfelli íslendingar. Það er samt ekki hægt nema að sannanlegt sé að hér sé notuð orka á við kjarnorku sem orkugjafi sem verður hægt þegar sæstrengur er kominn því hann mun flytja orku báðar leiðir.

Allir ættu að kynna sér hvað hefur verið að gerast í "feikaðri" orkusölu á Íslandi síðan 2011 og þá er hægt að átta sig á æðibunugangi forstjóra Landsvirkjunar við að koma sæstreng til Bretlands.

Þessi mál má kynna sér á heimasíðu Orkustofnunnar, en þar má lesa; "Því ber að halda til haga að hér á landi eru aðstæður með þeim hætti að raforka er hvorki flutt til eða frá landinu og því er sú raforka sem seld er hér á landi af endurnýjanlegum uppruna og verður það áfram þrátt fyrir framangreint. En til að hægt sé að halda því fram þarf að fylgja henni upprunaábyrgð. Samkvæmt lögunum er Landsneti falið að gefa út upprunaábyrgðir hér á landi en hlutverk Orkustofnunar er eftirlit og birting tölfræðiupplýsinga sem tengjast útgáfu upprunaábyrgða."

Sjá hér orkusölu á Íslandi samkvæmt Orkustofnun.


mbl.is „Kjarnorka“ seld Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sæll Magnús. Það að til sé kerfi upprunaábyrgða vegna raforku hefur vel að merkja ekkert með það að gera hvort Ísland muni eða eigi að tengjast öðrum raforkumörkuðum eður ei. Ég skil að fólki geti þótt þetta nokkuð einkennilegt kerfi, en tilgangurinn er m.a. að vera hvatning til raforkufyrirtækja um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku (og þar með verður fyrirtækinu unnt að selja meiri upprunaábyrgðir ef það vill). Mig langar líka að benda þér á að það sem þú segir um „skuldadaga“ bendir til ákveðins misskilnings. Í lögunum sem um þetta fjalla segir skýrum orðum að upprunaábyrgð er eingöngu unnt að veita vegna liðins tíma. Í þessu felst sem sagt engin skuldbinding til framtíðar. Og upprunaábyrgðir eru með engum hætti hvati eða tilefni til sæstrengs. Þetta tvennt eru algerlega aðskilin mál.

Ketill Sigurjónsson, 29.6.2015 kl. 10:10

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Forheimsku stjórnkerfisins er ekki viðbjargandi, utan sem innan ESB.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.6.2015 kl. 10:18

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að manni finnist þetta bull...

Að Íslendingar þurfi núna að kaupa pappír fyrir vörur sína sem á stendur að um upprunaábyrgð á hreinni orku sé að ræða í framleiðslu...

Hverjum vantaði pening væri nær að velta fyrir sér...

Ísland er Eyja langt frá öðrum byggðum bólum, með hreint vatn, góðan jarðveg, gott loft og eigin-framleiðslu á rafmagni frá eigin vatnsafli sem ætti að vera nægur gæða-stimpill fyrir afurðir okkar og framleiðslu...

Það mætti segja manni að þetta er peningaplott og ekkert annað, og ætti að verða forgangsverkefni hjá okkur Íslendingum að vinda ofan af þessari vitleysu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.6.2015 kl. 11:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er allt fundið upp af bönkum, til að auka hagnað þeirra.

Rafstrengur sem myndi flytja rafmagn til Íslands yrði hinsvegar til að toppa alla vitleysuna, eins og að flytja sand til Sahara.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2015 kl. 11:53

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ketill, er þér alvara þegar þú segir "tilgangurinn er m.a. að vera hvatning til raforkufyrirtækja um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku (og þar með verður fyrirtækinu unnt að selja meiri upprunaábyrgðir ef það vill)."

Ef ég er ekki að misskilja þá er nánast öll orku framleiðsla á Íslandi er talin endurnýtanleg.

Ef textinn sem ég vitna í á síðu Orkustofnunnar er einungis til að misskilja hann þá ættu þeir að orða þetta öðruvísi. 

Magnús Sigurðsson, 29.6.2015 kl. 12:25

6 identicon

það er einfaldlega verið að svindla a fólki erlend orkufyrirtæki geta með þessu móti sagt raforku notendum að rafmagnið þeirra sé einhver % hrein orka .það eru naturulega bara low lifes sem taka þátt i svona og það er til háborinnar skammar að Íslendingar taki þátt i svona svindli

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 12:25

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur, það er fluttur sandur til Sahara og rafmagn til Noregs sem á þó nóg af endurnýjanlegri orku fyrir sitt fólk en þar er orkusölukerfið samtengt nágrannalöndunum. Það vill svo til að ég varð vitni af 30% raforkuverðshækkun til norskra neytenda á meðan ég bjó í Noregi þar sem rökin voru þau að orkan væri óhrein og dýr sem þar var notuð vegna þess að hreina orkan hafði verið seld úr landi.

Magnús Sigurðsson, 29.6.2015 kl. 12:35

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessar hundakúnstir eru reyndar nú þegar farnar að koma í bakið á Íslendingum eins og lesa má um hér.

https://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/

Magnús Sigurðsson, 29.6.2015 kl. 12:49

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við eigum kröfu á því að vita hvaða íslensk stjórnvöld samþykktu og stóðu að þessum óskapnaði og hvenær!

Kolbrún Hilmars, 29.6.2015 kl. 16:16

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þar hefurðu lög að mæla Kolbrún,því í raun og veru hefur óþjóðalýður stolið þeim orkufyrirtækjum sem eru í almannaeigu verði þessar hundakúnstir látnar viðgangast. 

Magnús Sigurðsson, 29.6.2015 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband