Eru vísindi hugans, trúarbrögð eða galdrar?

Ef það er til trúarkenning fyrir nýaldar núvitundar vísindin, þá er það trúin á að jákvæð hugsun geti breitt veruleikanum til hins betra.

Þegar greina skal á milli trúarbragða og galdra, þá nota galdrar ákveðna forskrift s.s. kliðandi seið, fórn eða dans sem leið til að virkja óséða krafta.

Þegar trúarbrögðum er beitt til að öðlast það sama, er forskriftin að biðja Guð í hljóði eða með bæn og hugleiðslu.

Galdrar eru eins konar vélræn tækni helgisiða, á meðan trúarbrögð fela í sér innsýn á persónulegan Guð.

Þau nýaldar hugvísindi, sem kalla fram jákvæðrar hugsanir í núvitund, eru nær utan að komandi galdri en trú.

Þó hvergi sé mælt fyrir um furðulega helgisiði í nýaldar hugvísindunum, þá virkja þau vélræna krafta alheimsins með hugsunum.

Hugmyndin á bak við jákvæða hugsun byggir eftir sem áður á þeirri staðreynd að andlegur heimur liggur að baki þess efnislega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Afskapleg góð tilraun til að grein á milli trúarbragða og siða.  Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað þetta svona djúpt og "lógískt"......

Jóhann Elíasson, 18.12.2022 kl. 10:10

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jóhann, -og takk fyrir mig.

Ég held reyndar að þeir séu fáir hérna á blogginu sem hafa ástundað þetta á eins "lógískan" hátt og þú í þínum bloggum.

Þetta er nefnilega spurningin hvers vegna við viljum breyta heiminum með jákvæðni.

Viljum við það fyrir "góða fólkið og síbyljuna", eða vegna þess góða?

Magnús Sigurðsson, 18.12.2022 kl. 10:22

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU

sem að fjallar um þann sem að MUN KOMA.

Að þá er það spurningin hvort að kristni og nútíma-jóga

gætu sameinast í gegnum

OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS

(sem að fjallar um allt það sem á eftir að gerast).----------------------------------------------------------------------------------

*MANNSSONURINN BIRTIST* (Opb: 1:12):

"Ég sá SJÖ ljósastikur (ORKUSTÖÐVARNAR 7)

og á milli ljósastikana

sá ég einhvern líkan mannssyni.

Höfuð hans og hár var hvítt og augu hans voru sem eldslogi.

Ásjóna hans var sem sólin skínandi í mætti sínum osfrv.":

 

 

P.S.Allir litir í þessu sambandi tengjast eingöngu ORKUSTÖÐVUNUM 7;

en þetta er ekki auglýsing fyrir neinskonar gaypride-sjónarmið.

 

Þessa tilvitnun er að finna í NÝJA-TESTAMENTINU:

"VERIÐ MEÐ SAMA HUGARFARI OG MEISTARINN". (Fil:2:5) ........

 

. =Leiðin til þess að vera meistari sjálfur og geta gert öll sömu KRAFTAVERKIN og Kristur gerði er í gegnum NÚTÍMA-JÓGA

sem að eru trúarbrögð alheimsins.

Spurningin ætti alltaf að vera HVAÐ HJÁLPAR og hvað ekki?

 

Ef að einhverjum myndi líða betur við að horfa á þetta myndband að þá hlýtur tilganginum að vera náð.

Jón Þórhallsson, 18.12.2022 kl. 13:21

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jón, og takk fyrir athugasemdina. Það má svo sem segja sem svo að það er sama hvaðan gott kemur. En gott er að hafa í huga að síbylja sem veldur múgsefjun er hættuleg, þó svo tilgangurinn sé góður, þar er á ferð nokkurs konar seiður líkur galdri.

Frelsarinn orðaði svarið svona; Æðst er þetta: -Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. - Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. - Annað er þetta: -Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira.

Ég hef aldrei talað fyrir einum trúarbrögðum frekar en öðrum hér á þessari síðu. En sjálfur tilheyri ég þjóðkirkjunni og hef ekki séð ástæðu til annars hingað til, þó ég hafi vissulega komið auga á margt gott öðrum trúarbrögðum.

Nú virðist kirkjan vera komin á flótta undan Biblíunni. Biblíuna hef ég lesið oftar en einu sinni spjaldanna á milli, og segi að ekki er eitt orð í henni sem ekki stenst. Aðeins spurning um í hvaða samhengi orðin eru síðar sett, og slíta þau ekki úr samhengi við sinn tíma.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2022 kl. 14:01

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndbandið sem að ég sendi þér er ekki síbylja,HELDUR HÁÞROSKUÐ HEILUN

hins hvegar eru allir fjölmiðlar og þar með talið rúv;

uppfullir af síbýlju og ringulreið sem að gerir oft illt verra

og skaða huga fólksins í gegnum of hraðar klippingar, neikvæði & fíflagang.--------------------------------------------------------------------------------

 "Æðst er þetta: -Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn." -

Lítur þú svo á að eitthvað jákvætt sé að koma frá Ísrael þessa dagana

eða hafi gert það síðustu 100 árin? 

Jón Þórhallsson, 18.12.2022 kl. 14:15

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó svo að nær allar kristnar messur séu af hinu góða;

að þá er þjóðkirkjan of föst í fortíðinni og gömlum sí-endurteknum möntrum

en ekki nógu opin fyrir NÝJUM OPINBERUNUM

sem að gæti verið að finna í OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS.

Jón Þórhallsson, 18.12.2022 kl. 14:36

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fólk þarf ekki að afneita ævisögu Krists / Nýja-Testamentinu 

þó svo að fólk horfi INN Á VIÐ.

Nútíma jóga gengur út á að fólk horfi INN Á VIÐ,

og fólk getur gert það alveg án þess að hengja sig utan í

einhverja indverska gúrúa

eða að vera í einhverjum sérstökum búdda-trúarsöfnuðum.

Meira að segja Jesú Kristur hafði 7 ORKUSTÖÐVAR;

eins og allir jaðrarbúar hafa, alveg sama hverrar trúar þeir eru.

Jón Þórhallsson, 18.12.2022 kl. 15:08

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón ég átti ekki við að myndbandið væri síbylja, horfði ekki á það áðan, -en opnaði það núna og það byrjaði á jólasveininum, sem sagði allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta pakka, , , , , þá ýtti ég á skip add, og það virðist vera ágætt kennslumyndband í jóga, -innhverfri íhugun.

Tilvitnunin sem ég sendi þér er í orð Krists, eins og þú að sjálfsögðu veist, -úr Mattheusar guðspjalli ef ég man rétt.

Þakka þér fyrir allar athugasemdirnar, ekki er ég ósammála þeim.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2022 kl. 17:43

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Erum við ekki sammála um að flestar Kristnar messur séu af hinu góða?

Spurningin hins vegar er hvort að þér finndist

að Þjóðkikjan mætti gera betur í sínu

starfi með einhvejrum hætti; ef svo hvaða?

Jón Þórhallsson, 18.12.2022 kl. 17:50

10 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Svo er aftur spurningin hvernig jákvæð hugsun sé skilgreind og afmörkuð og ennfremur hvort mismunandi fletir séu á því. Eitt sinn, fyrir um það bil áratug, heyrði ég "meginstraums" konu nota orðið yfirborðsjákvæðni, um leið og hún fussaði. Mér brá því ég vissi ekki að fleiri hefðu tekið eftir yfirborðsjákvæðni sem breiðir yfir og felur undirliggjandi neikvæðni og svartsýni, hvað þá að venjulegt fólk hefði orð yfir þetta; en allir vita að undirliggjandi eða djúpvitundar neikvæðni sem er falin eða yfir hana sópað getur orðið baneitruð.

Svo ég hef tileinkað mér yfirborðsneikvæðni allar götur síðan þetta var.

Guðjón E. Hreinberg, 19.12.2022 kl. 09:42

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón ég hef ekki hug á að leggja þjóðkirkjunni línurnar, enda fjallar þessi pistill ekki um hana. Ég tilheyri þjóðkirkjunni af gömlum vana og af því að það er praktískt.

Tek undir þetta Guðjón, og þú lýsir nýöldinni nokkuð vel með því að minnast á þessa yfirborðsjákvæðni. Það þarf ekki að vera jákvætt þó það sé kátt í höllinni.

Magnús Sigurðsson, 19.12.2022 kl. 13:17

12 identicon

Þjóðkirkjan, Magnús, er sannarleg á flótta undan Biblíunni vegna þess að hún, vill fylgja tíðarandanum til samræmis við aldarhátt þessa heims að vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú verkar í þeim, sem ekki trúa.

Til dæmis vill Þjóðkirkjan þjóna femínismanum, en sá ismi er í hrópandi andstöðu við Orð Guðs í Biblíunni. Kirkjan hefur haft áhrif á biblíuþýðinguna sem útgefin var 2007. Í þessari þýðingu hefur orðinu BRÆÐUR margoft verið breytt í orðið systkin og orðinu SYNIR í börn.

Allt sem í Biblíuna stendur skrifað stefnir að einum miðpunkti sem er Jesús Kristur frelsari okkar. Og þar segir að aðeins sá sem trúir á Hann eignist eilíft líf með Guði. Trúir þú þessu? Stenst þetta fyrir þér?

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2022 kl. 23:21

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef tekið eftir því Guðmundur, að þjóðkirkjan leggur af leið til að þóknast sem flestum og oft þeim sem vilja sem minnst með hana hafa.

Það hefur varla farið fram hjá neinum hvernig orðfærið hefur breyst og nú fyrir skömmu gerð aðför að einu boðorðanna 10.

Sennilega er þetta að hluta afkomutengt og fylgir þannig tíðarandanum sem gengur fyrir Mammon. 

Magnús Sigurðsson, 20.12.2022 kl. 06:07

14 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er allt einhvern veginn eins og Gordian hnútur, kemur einhver og heggur á hnútinn og tjaldið fellur?   

Egilsstaðir, 21.12.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 21.12.2022 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband