Hvítramannaland - og hin mikla arfleið

Íslendingar hafa löngum verið stoltir af uppruna sínum, enda komnir af víkingum sem settust að í mörgum Evrópulöndum og hafa litað menningu þeirra allt til dagsins í dag. Eins eiga þessir fyrrum sægarpar, sem stimplaðir voru hryðjuverkamenn síns tíma, að hafa fundið Ameríku. En þegar spurt er hvort norrænir menn hafi numið þar land er fræðilega svarið nei, ef frá er talið Grænland. En þaðan hurfu norrænir menn með öllu á óútskírðan hátt skömmu eftir 1400. Hér á þessari síðu hefur í nokkur skipti verið velt vöngum yfir því hvað um Grænlendingana varð og þá hvort geti verið að þeir hafi haldið áfram stystu leið yfir hafið til að byggja Vínland eftir að lífskilyrði versnuðu á Grænlandi.

Til eru sagnir af Mandan indíánum sem voru sumir hverjir ljósir á hörund og jafnvel sagðir hafa verið bláeygðir. Svo vel vill til að skráðar heimildir eru til um þessa indíána N-Ameríku og nokkuð vitað um lifnaðarhætti þeirra, sem voru um margt sérstakir þegar frumbyggjar Ameríku eru annars vegar. Könnuðirnir Lewis og Clark dvöldu á meðal þeirra veturinn 1804-1805 í leiðangri sínum vestur yfir Klettafjöll á vegum Thomas Jeffersons.

Þar áður eru til heimildir um að Fransk-Kanadíski kaupmaðurinn Pierre Gautier de Varennes hafi átt samskipti við Mandan indíána, og þó það sé ekki skráð af honum sjálfum þá á hann að hafa rætt það við sænsk ættaða fræðimanninn, Pehr Kalm, að á slóðum Mandan við Missouri ána hafi hann fundið norrænan rúnastein. En þjóðflokkur þessi hafði fasta búsetu í bæjum sem byggðir voru úr torfi og grjóti á bökkum Missouri árinnar í miðvestur ríkjunum, aðallega í suður og norður Dakota.

Lögfræðingurinn, landkönnuðurinn og listmálarinn George Caitlin dvaldi hjá Mandan um tíma árið 1832 og málaði þá margar myndir af þessu fólki og hýbýlum þess. Caitlin lýsti Mandan sem ólíkum dæmigerðum frumbyggjum N-Ameríku, bæði í lífsháttum og vegna þess að 1/6 þeirra væri ljós á hörund með ljósblá augu.

Mandan indíánar voru síðan sameinaðir öðrum ættbálkum inn á verndarsvæðum, sem sífellt minnkuðu vegna ásóknar í land þeirra. Á 19. öld voru Mandan orðnir nokkur hundruð og lifðu innikróaðir ásamt Hidatsa og Arikara ættbálkunum en þar gengu þeir í gegnum "mislukkaða" bólusetningar áætlun stjórnvalda gegn bólusótt, sem því sem næst gjöreyddi þeim. Í dag er ekki talið að neinn Mandan sé uppi standandi sá síðasti hafi horfið af yfirborði jarðar árið 1971.

Þó svo sumir vilji meina að Mandan kunni að hafa haft norrænt víkingablóð í æðum eru aðrir sem vilja meina að um forna kelta hafi verið að ræða. Til eru sagnir um Walesbúann Morgan Jones sem féll í hendur indíána vestur af Virginíu 1660, sem ráðgerðu að drepa hann en þegar hann bað fyrir sér á gamalli gelísku sýndu þeir honum virðingu og var honum sleppt.

Miðað við hvernig mankynssagan greinir frá fundi Kólumbusar á Ameríku og því hvernig hún var numin í framhaldinu, eru það varla aðrir en illa skólaðir sveimhugar sem halda því fram að Ameríka hafi verið þekkt af Evrópumönnum og siglingarleiðin legið í nágreni við Íslandsstrendur árhundruðum fyrir Kólumbus.

Rithöfundurinn Árni Óla ritaði greinina Hvítramannaland fyrir mörgum áratugum síðan og voru skrif hans í besta falli metin sem hugarburður. En sjálfur dró Árni enga dul á að hann léti hugann reika á milli línanna í þeim heimildum sem íslendingasögurnar hafa að geyma um Vínland hið góða. Í grein sinni dregur hann fram menn á við Hrafn Hlymreksfara sem sigldi vestur um haf frá Írlandi og sagði sögur af íslenskum manni sem þar bjó sem talin er hafa verið Björn Breiðvíkingakappi. Eins segir hann frá Guðleifi úr Straumfirði sem til vesturheims kom og Ara Mássyni sem þar ílendist.

Þessir íslendingar tengdust allir Írlandi og Skosku eyjunum enda var Hvítramannaland einnig kallað Írland hið mikla. Hermann Pálsson, sem var prófessor í norrænum fræðum við Edinborgarháskóla, er á svipuðum slóðum og Árni Óla í grein Lesbókar Morgunnblaðsins 18. september 1999. En þar veltir hann fyrir sér Vínlands nafngiftinni og hvort hún hafi orðið til á undan Íslandi.

Árið 1492 greinir mankynsagan svo frá að Kristófer Columbus hafi uppgötvað Ameríku og upp úr því hefjist landnám fyrstu Evrópu mannanna fyrir vestan haf. Í kjölfarið hefjast einhverjir mestu þjóðflutningar sem um getur á sögulegum tíma. Það er ekki einungis að fólk frá löndum Evrópu flytjist yfir hafið, heldur hefst fljótlega flutningur á nauðugum Afríku búum sem notaðir voru sem þrælar á ekrum evrópsku hástéttarinnar í nýnuminni heimsálfu.

Af umfang þessara fólksflutninga mætti ætla að Ameríka hafi verið því sem næst óbyggð áður en Kólumbus uppgötvaði hana, í það minnsta strjálbýl. Á þessum tíma hafði kirkjan og hennar konungar sölsað undir sig mest allt landnæði í Evrópu. Græðgi þessara afla einskorðaðist ekki við Evrópu heldur hafði hún áður ásælst auðlindir Afríku og Asíu. Um 1490 var staðan sú að lokast hafði á ábatasöm viðskipti við Asíu og þar bjuggu menn yfir mætti til að hrinda af sér græðgi Evrópsks valds.

Síðari tíma athuganir benda til að Ameríka hafi alls ekki verið eins strjálbýl og sagan vill af láta, tugum milljónum innfæddra hafi verið rutt úr vegi. Giskað hefur verið á að í N-Ameríku einni hafi verið á milli 80-120 milljónir innfæddra um 1500. En talið er að sú tala hafi farið niður í 800 þúsund áður en yfir lauk og þeim sem eftir lifðu komið fyrir á einangruðum verndarsvæðum. Eins bendir margt til þess að búseta Evrópu manna hafi hafist mörgum öldum fyrr í N-Ameríku og hafa margir fornleifafundir rennt stoðum undir þá tilgátu. Virðist sem fyrri tíma landnemar frá Evrópu hafi búið í meiri sátt við aðra íbúa álfunnar en síðar varð.

Það má því næstum telja öruggt að það var ekki eins og mankynssagan greinir frá hvernig Ameríka var uppgötvuð og numin. Líklegra er að með opinberu sögunni sé reynt að fela spor þeirrar helfarar sem farin var til að eyða öðrum menningarheimi. Óopinber saga í Ameríku sé því meira ætt við galdrabrennur Evrópu, sem viðhafðar voru á hinum myrku miðöldum, þar sem Rómarvaldið fór fremst í flokki við að útrýma þeim menningarheimi sem ekki vildi undirgangast valdið, í nafni manngæsku. Það þarf því engum að koma á óvart að sagan segi að sá sem var fyrstur til að uppgötva Ameríku hafi borið nafnið Kristófer Columbus, nafn sem felur í sér merkinguna „kristniboði friðardúfunnar“.

Það er ekkert nýtt að friður sé út breiddur með manndrápum. Vestrænt vald hefur um langt skeið boðað frið í nafni frelsarans og hefur þótt sjálfsagt að framfylgja markmiðinu með vopnum þó það hafi kostað milljónir saklausra mannslífa. Því er áhugavert að skoða þær vísbendingar sem til eru um veru Evrópumanna í Ameríku fyrir innreið vestrænnar menningar. Þar eru þekktastar sagnir af ferðum víkinga upp úr árinu 1000. Eins eru skrásettar sagnir til af ferðum írska munksins St Brendan á árunum 5-600. Ekki er ólíklegt miðað við Íslendingasögurnar af ferðum víkinga, að norrænir menn hafi fengið vitneskjuna um löndin í vestri á Bretlandseyjum.

Þegar Ameríka er numin eftir Columbus voru Írar fluttir í stórum stíl til enskra landnema í valdatíð James konungs VI og Karls I, þessi "þrælaútflutningur" frá Írlandi heldur áfram undir veldi Cromwells. James VI er talin hafa 1625, á því eina ári, látið flytja út 30.000 Íra til Ameríku skilgreinda sem fanga. Síðan fóru konur og börn, sem seld voru í ánauð eftir að fjölskyldur höfðu flosnað upp vegna fátæktar þegar fyrirvinnuna vantaði.

Þegar Afríku fólk var flutt sem þrælar til Ameríku voru afrísku þrælarnir taldir fimmfalt verðmætari en þeir írsku og á þá að hafa verið um áratugaskeið blöndun á írskum konum og Afríkönskum karlmönnum, því afkomendur þræla yrðu ávalt þrælar. Þær aðferðir sem Spánverjar og Portúgalar notuðu til að tryggja sér vinnuafl þegar Ameríka var brotin undir vestrænt vald voru síst geðslegri.

Þessi pistlaruna hófst á "Uppruni Íslendinga - úlfar og arfleið" pistils sem má rekja til ábendingar frá vísindamanninum vini mínum, Jónasi Gunnlaugssyni bloggara. Þar var velt vöngum yfir bókinni "Hin mikla arfleið Íslands". Adam Rutherford telur í þeirri bók að Íslendingar muni „verða þjóðunum ljósberi og fyrirrennari nýrrar aldar". Ég gat mér þess til að það hefði gerst fyrir þúsund árum þegar víkingar vísuðu veginn vestur.

Fljótlega fóru þessir pistlar að snúast um hvort musterisriddarar hefðu einhverntíma komið  við á Íslandi með "gral" úr musteri Salómons. Án þess að það liggi í augum uppi þá eru fornbókmenntirnar "gral", sem alltaf hefur legið fyrir augunum á okkur, á það benti Valdimar Samúelsson bloggari á í einni af sínum áhugaverðu athugasemdum. Íslendingasögurnar eru ekki einungis okkar "gral" sem þjóðar, heldur má finna í sögunum vísbendingar af óopinberri útgáfu mankynssögunnar um tilurð heimsmyndar dagsins í dag, með heimsveldinu mikla í vestri.

Meðan á þessu sögugrúski mínu hefur staðið, hefur mér oft fundist ég heyra hvissandi ölduna klofna með skelli við kinnung knarrarinnar á leiðinni vestur. Jafnvel talið mig greina marrið í stagfestum siglutrésins og heyra kliðinn frá fólkinu í morgunnskímunni. Á meðan skipið skreið með segli þöndu hjá óþekktri strönd þar sjá mátti til nýs lands.

Vegferðina sem þessi pistlarunu greinir frá má rekja allt til níðingsverksins í Gíbeu og þeirra vangaveltna Adams Rutherfords um það hvort Íslendingar séu hreinasta afbrygði  ættkvíslar Benjamíns samkvæmt spádómsgeislanum úr píramídanum mikla í Gísa, og vegna einangrunar sinnar út í ballarhafi í gegnum aldirnar. Jafnframt þessu hef ég sett persónur pistlanna inn í Íslendingabók, og kannað hvort til þeirra liggja blóðbönd.

Þar hefur m.a. þetta komið fram; Hrollaugur Rögnvaldsson er forfaðir minn í 30. lið, sá sonur Rögnvaldar Mærajarls er nam Hornafjörð. Hans bróðir var Göngu-Hrólfur og er hann  forfaðir í 31. lið. Hrólfur gerði strandhögg í Normandí og var forfaðir Vilhjálms Bastarðar sem lagði undir sig England árið 1066, og er talin forfaðir ensku konungsættarinnar. Hin mikla arfleið Íslands, bók Rutherfords, hefst á því að gera grein fyrir þessum bræðrum.

Og af því Ómar ákvæðabloggari Geirsson hefur oftar en einu sinni komið inn á Svarta víkinginn í athugasemdum við þessa pistla, þá er sá svarti, Geirmundur heljarskinn Hjörsson forfaðir í 30. lið, sonur Hjörs Hálfssonar hersis á Hörðalandi og sonur Ljúfvinu konungsdóttur úr Bjarmalandi, sem á að hafa haft mongólskt blóð í æðum. En Bjarmaland lá suðaustur af Múrmansk í Rússlandi. Þó svo að ég hafa ekki gert grein fyrir þessum "ættgöfugasta" landnámsmanni Íslands, þá hefði hann verið eins pistils verður. Veldi hans, taldi höfundur Svarta víkingsins, hafa byggst á innfluttum írskum þrælum og viðskiptum við Dyflinni.

Egill Skalla-Grímsson er forfaðir í 29. lið, hann þarf varla að kynna fyrir nokkrum Íslending. Melkorka Mýrkjartansdóttir er formóðir í 29. lið sögð konungsdóttir frá Írlandi sem flutt var ánauðug til Íslands og um er getið í Laxdælu, hún var tilgreind til að staðfesta ættartengsla Íslendinga við keltneska drauga. Vínlandsfararnir Guðríður Þorbjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni Þórðarson er forforeldrar í 26. lið. Björn Jórsalafari Einarsson og Sólveig Þorsteinsdóttir eru forforeldrar í 17. lið. Og sjálfur sagnamaðurinn mikli Snorri Sturluson forfaðir í 23. lið.

Nú mun einhver segja; “nei hættu nú alveg“, jafnvel koma til hugar þjóðremba, í það minnsta grillufang eins Fornleifur myndi orða það, sem stundum hefur laumað hér inn athugasemd. Ég á samt ekki von á öðru en að sá hinn sami myndi geta komist að svipaðri niðurstöðu með það að vera afkomandi Íslendingasagnanna, við það eitt að setja sjálfan sig inn í Íslendingabók. En kannski mun einhverjum koma til hugar að nú á tímum alþjóðavæddrar manngæsku sé það úreltur óþarfi, og í bókunum sé um að ræða rasisma og rökkursögur fyrir börn.

En þá er því til að dreifa að veruleikurinn er oftast lygilegri en sagan sem af honum er sögð. Einn skærasti sólargeislinn í mínu lífi er dóttur dóttir mín, hún Ævi, sem nú er eins árs og því að mestu óskrifað blað. Hún vaknar með bros á vör fyrir allar aldir hvern morgunn og á það oft til í morgunnsárið að dansa salsa og sumba. Mér finnst ég stundum greina í andliti sólargeislans svipmót indíána Mið-Ameríku, þeirra sem Trump vill reisa vegginn og gera „America Great Again“.

Jafnvel er ég ekki frá því að smá andblæs frá Afríku og glamurs frá „conquistadores“ Cortés-ar gæti líka í geislandi dansinum. En fjölskyldufaðirinn er hingað kominn frá Hondúras. Hvort Adam Rutherford hefði talið Ævi til hreinusta afbrygðis ættkvíslar Benjamíns, eins og hann taldi Íslendinga vera á fyrri hluta síðustu aldar, veit ég hreinlega ekki, og ætla að láta öðrum eftir að geta sér til um þá sögu.

Ég þakka þeim sem entust til að lesa þetta langt, og fyrir athugasemdirnar sem gáfu þessum pistlaskrifum líf.

 

Ps. pistlana má finna alla á stikunni Vesturfararnir hér til vinstri á síðunni. Þar koma þeir upp í öfugri tímaröð, en hér fyrir neðan í réttri.

1. Uppruni Íslendinga - úlfar og arfleið

2. Kölski og hin launhelga Landnáma

3. Draugar í silfri Egils

4. Duldar rúnir vestursins og sá heppni

5. Frá Vínlandi til fundar við Vatíkanið

6. Var Snorri Sturluson frímúrari, sem vísaði vestur?

7. Hvað varð um íslensku Grænlendingana?

8. Fyrirheitna landið

9. Hvítramannaland, og hin mikla arfleið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mér kæmi ekki á óvart, að lesa mætti söguna út úr DNA, erfðaefni mannsins. 

Síðan er ekkert því til fyrirstöðu að tjaldið á milli heimana falli, og sagan komi í ljós. 

Þegar við, menningin okkar, varð til þess að konan sagði um son sinn, að hún óskaði að hann yrði frægur og dræpi mann og annann, þá var það vegna innrætingar frá menningu þess tíma.

Náum innrætingunni úr höndum fjármagnsins, þannig að við lærum sanna sögu fólksins, og lærum þannig af reynslunni og leitum uppi gömlu og nýju réttu göturnar. 

Sköpuninn, er hugurinn okkar, sagan sem amman sagði barninu, þegar þau voru í óbærilegum vandræðum, sagði hún frá fallega lífinu í klettunum, í framtíðar heiminum, og þannig varð þessi nútíma heimur til.

Amman, móðirin skapaði heiminn, hún skapaði sjáendurna Jesú og Nikola Tesla og miklu fleiri sem náðu ekki fótfestu. 

Nú virkjum við bænirnar hennar ömmu og sköpum nýja heiminn.

Egilsstaðir, 01.03.2019  Jónas Gunnlaugsson 

Jónas Gunnlaugsson, 1.3.2019 kl. 22:44

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mín var ánægjan ég kláraði kaflan og ætla ekki að segja ...hættu nú alveg.. þetta var frábæst og ég sé að þetta liggur í genum þínum. Saga þín endar á þér en byrjar þar sem hugur þinn tekur þig. Þú þarft ekki nema nokkra punta þá kemur allt hitt á eftir sérstaklega ef þú ert vel tengdur sem ég held.

Það voru welskir sem áttu að vera Mandarnir, ég held samt ekki.. Ég var að reyna að fá bókina um þennan franska kaupman  en hann virðist fara frá Hudson bay að missori fljoti. Það versta við þetta er það það er allt heilagt sem tilheyrir innfæddum og þótt þú findir bein þá máttu ekk taka það hvað þá að láta ransaaka en það ar alríkis glæpur. Þakka aftur gaman af þessu.

Minn liður er frá Óleifi her konung c 945 og í beinan karleg mínus móðir mín sem leit á Auði sem formóður sína.

Valdimar Samúelsson, 1.3.2019 kl. 23:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir okkur Magnús.

Og já, fornritin eru okkar gral.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2019 kl. 11:35

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég var að lesa í Jón Dúasyni að það höfú sést skip í Hudson Sundi (flóa) með Hrafnsfánanum.

Jón segir að engir aðrir en Norrænir notuðu Gunn fána með Hrafni 

Kopía hérna. E r bessi saga um skipin i Hudsonsundi var ritud, hljota

flestir beirra manna, er batt toku i bessari for, ad hafa

verid enn a lifi, og ef til vill einnig sjalfur foringinn,

Franciscus Vasques de Coronado. Og skjol um bessa ferd

hljota ba ad hafa verid til. Tetta er ritad til undirbunings

undir fyrstu nordvesturferd Englendinga, ef svo matti

segja, til ad leita ad sjoleid um betta sund til Kina. Samd

og gagn Englands valt a bvi, ad hun vari rje tt undirbuin,

m. a. hvaS oflun upplysinga snerti. Einnig baS gefur fylstu

astadu til aS treysta bvi, aS hjer sje satt sagt fra.

E r vid litum svo a frasogn bessa, verdum vid ad greina

a milli bess, sem Spanverjarnir sjalfir sau og breifudu a,

og hins, sem beir alyktudu eda gerdu sjer i hugarlund.

Teir sau flota af trjeskipum i lagi. Tetta er i fyrsta lagi

gefid af bvi, ad bar, sem menn lenda a hudkeipum, leggja

menn beim ekki i hofn, heldur setja ba a land, til ad burka

ba. Tetta er og gefid af bvi, ad begar skip voru nefnd

1) Collinson: Three Voyages of Martin-Frobisher, Hakluyt Soc.,

* Vol. 38, bls. 4; smbr. Hakluyt Extra Series (1904), Vol. VII, 170.

Tekid ur: A note of certayne navigations (State Papers 1575).

Landkonnun o g landnam 2. bindi. 46*

Valdimar Samúelsson, 3.3.2019 kl. 16:41

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég þakka innlitin félagar og gott að vera minntur á Jón Dúason Valdimar.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna vesturfararnir frá Íslandi, þeir síðari eftir Columbus, fluttust flestir á þessu svæða þ.e. Winnipeg og Dakota.

Skildu þeir hafa átt einhver sérstök tengsl þangað?

Ef mig misminnir ekki þá átti íslenskir landnemar ágætar sögur af hjálpsemi innfæddra.

Eins virðast Norðmenn og Svíar hafa gert talsvert af því að nema land í Minnesota.

Svo er náttúrulega Nýja Skotland nafngift sem vekur umhugsun út af fyrir sig.

Magnús Sigurðsson, 3.3.2019 kl. 17:15

6 identicon

Sæll Magnús

þetta eru áhugaverðar umræður, ég hef kynnt mér töluvert um fornu Grænlendingana sem voru skyldir okkur. Nýlega kom fram rannsókn á kuldamælingum í jöklinum frá bandarískum fræðimönnum, þeir finna að kólnun hefur verið mikil í Eystribyggð og náð einhverjum kuldalágpunkti milli 1300 og 1400, mér finnst það renna stoðum undir þá kenningu að landbúnaður var þar með ómögulegur og forsendur fyrir byggð þar með brostnar. Síðan vaknar spurningin hvert fóru þeir? Mér finnst nærtækt að þeir leita til gamla Íslands enda næst þeim í menningu og siðum og aðlögun einföldust. En svo má auðvitað pæla í þessum vesturkenningum, mér finnst það mjög fróðlegt því ég vissi lítið sem ekkert um þessar menjar í Hudson flóa. En þakka þér fyrir að halda umræðu um málið

Jón (IP-tala skráð) 4.3.2019 kl. 00:13

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón, þakka fyrir innleggið. Hugleiðingarnar eru aðallega út frá "Grænlendingasögunum" og þar kemur fram hvað fólkinu þótti Ameríka álitleg.

Svo hef ég prjónað við þessar vangaveltur því sem í fljóti bragði er hægt er að finna um vitneskju manna um löndin í vestri fyrir Columbus.

Sumt af því er líkast Da Vinci Code Dan Browns en þarf ekki endilega að vera ósannara fyrir það.

Það er áhugaverð mynd á youtube þar sem fornleifarannsóknum eru gerð skil á Grænlandi. 

Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum árum og ef ég man rétt þá er kólnandi loftslag talin megin ástæðan fyrir dularfullu hvarfi fólksins.

Eins fannst mér athyglivert að fræðimennirnir í myndinni forðuðust að geta sér þess til að fólkið hefði farið vestur.

Hér kemur myndin;

https://www.youtube.com/watch?v=Ea0iVLWTtg4&t=13s

Magnús Sigurðsson, 4.3.2019 kl. 13:48

8 identicon

Þakka þér Magnús

frábær mynd, vonandi finna menn út úr þessu einn daginn

hvað varð um þá. Langar að geta þess í leiðinni að Guðmundur

Ólafsson hélt merkilegan fyrirlestur um bæinn undir sandinum í Vestribyggð

fyrir skömmu, en þar fannst heill norrænn bær undir skriðjökulsandi, 

með nöfnum eins og Bárður, Þór ofl. og mikið af minjum. Þetta finnst

1991-1996 þannig að enn eru hlutir að finnast þarna

Jón (IP-tala skráð) 5.3.2019 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband